Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki - ert þú með verðlauna matvöru í höndunum?

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, verður haldin 19.-21. nóvember. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23 nóvember kl 14:00. Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Keppni í matarhandverki er fyrir framleiðendur matarhandverks að sænskri fyrirmynd, Svenska Mästerskapen i Mathantverk. einnig kölluð Særimner, hefur verið haldin árlega, við góðan orðstír frá 1998 af Eldrimner sem er sænska landsmiðstöðin fyrir matarhandverk. Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun, Askurinn, veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr. Vinningshafar fá viðurkenningarskjal og leyfi til að merkja vinningsvörurnar með viðeigandi límmiða, gull-, silfur eða brons askur, þar sem á er merki keppninnar ásamt ártali. Heimilt er að nota þær merkingar á verðlaunavörur fram að næstu keppni. Gullverðlaunahafi er jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki.

Nánari upplýsingar um keppnisflokka, reglur og skráningu má nálgast hér

Keppni í matarhandverki var haldin í fyrsta sinn haustið 2014 í samstarfi Matís og Ný norræn matvæli (Ny Nordis Mad). Keppnin tókst mjög vel, 110 vörur tóku þátt í 8 matvöruflokkum frá öllum Norðurlöndunum. Vinningshafar fengu góða fjölmiðlaumfjöllun og eru sumir hverjir ennþá að nýta sér þessa viðurkenningu í markaðsstarfi sínu.

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík