Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Keilir í samstarf við Arctic Adventures um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku

Keilir í samstarf við Arctic Adventures um leiðsögunám í ævintýraferðamennsku
Hluti námsins er kennt úti

Keilir hefur undirritað samkomulag við Arctic Adventures um samstarf og aðkomu þeirra að leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku sem skólinn hefur starfrækt í samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) síðan haustið 2013.

Samstarfið snýr að aðgengi nemenda námsins að sérhæfðum búnaði til flúðasiglinga og jöklaferða, auk þess sem samstarf verður milli aðilanna við kennslu og undirbúning námskeiða. Þá munu Arctic Adventures bjóða útskrifuðum nemendum námsins upp á möguleika til starfa á sviði ævintýraferðmennsu sem fullt starf enda eru mikil atvinnutækifæri fyrir faglega menntaða ævintýraleiðsögumenn innan greinarinnar.

Afþreyingarferðamennska er meðal þeirra greina ferðaþjónustunnar sem vex hvað hraðast hér á landi og eru mikil atvinnutækifæri innan greinarinnar bæði hérlendis og erlendis. Leiðsögunám Keilis og TRU í ævintýraferðamennsku tekur átta mánuði og fer um helmingur námsins fram víðsvegar um landið. Áhersla er lögð á verklega nálgun á vettvangi í náttúru Íslands, til að mynda í sjókajaknámskeiði á Breiðfirðinum, við flúðasiglingar á Hvítá eða við klifur á Svínafellsjökli. Að hámarki eru teknir inn um tuttugu nemendur árlega og hafa þeir verið mjög eftirsóknarverðir starfskraftar innan greinarinnar að námi loknu, en auk þess hafa nemendur úr náminu haldið áfram háskólanámi við TRU.

Samstarf Keilis og Arctic Adventures var undirritað af Arnari Hafsteinssyni, forstöðumanni Íþróttaakademíu Keilis og Styrmi Þór Bragasyni, framkvæmdastjóra Arctic Adventures, en hann væntir mikils af samstarfinu. „Það er mjög mikilvægt að fólk með áhuga á útivist og ferðaþjónustu sæki sér í auknu mæli menntunar á því sviði“ segir Styrmir. „Við höfum ráðið til okkar nýútskrifaða nemendur úr náminu og höfum góða reynslu af þeim starfmönnum og þeirri þjálfun sem þeir hafa hlotið í náminu. Við munum áfram leitast eftir að bjóða nýútsrifuðum nemendum framtíðarstarf hjá Arctic Adventures, Glacier Guides og Trek Iceland, sem í dag er stærsta ævintýraferðaþjónustu fyrirtæki landsins.“

Þriðji árgangur nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku hefur nám í lok ágúst næstkomandi og er enn hægt að sækja um í námið. Nánari upplýsingar má nálgast á www.adventurestudies.is

 

Keilir Adventure Studies in cooperation with Arctic Adventures

Keilir Adventures Studies Program has signed a cooperation agreement with Arctic Adventures - one of the leading adventure tourism operators in Iceland - focusing on course development, access to specialized equipment and student recruitment.

Keilir has since 2013 offered an eight-month university program in adventure studies (Adventure Sport Certificate) in cooperation with Thompson Rivers University in Canada. Annually up to twenty students - both Icelandic and international - have attended the program which emphasizes on educating adventure guides with hands-on training taking place all around Iceland, e.g. see kayaking by the coast in West Iceland, white water river rafting in South Iceland and mountaineering on the glaciers in South-East Iceland.

Adventure tourism is growing rapidly in Iceland and there are great opportunities for skilled guides within the sector, both in and outside Iceland. Graduated students from Keilir have attracted the attention of Icelandic adventure tour operators with all students receiving job offers prior to their graduation. Some have also opted for additional university studies towards a Bachelor degree at Thompson Rivers University in Canada after completing their first year in Iceland. 

The cooperation agreement between Keilir and Arctic Adventures includes the possibility for graduates to enter one of the leading adventure tourism companies in Iceland. According to Styrmir Thor Bragason, CEO of Arctic Adventures, it is important that people with interest in outdoor activities and tourism acquire relevant skills and education within the fields. “We have only a positive experience from recruiting adventure guides from the Keilir-TRU Adventure Studies Program and can testify to the quality of their training the education the have received. We will continue to offer graduates from the program job opportunities at Arctic Adventures, Glacier Guides and Trek Iceland, the largest adventure tour operator in Iceland."

The third class of adventure guides at the Keilir-TRU Adventure Studies Program will start in late August this year, and you have still an opportunity to enroll. For more information please visit www.adventurestudies.is


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík