Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Matbúðin Nánd hlaut Bláskelina - opna í Reykjanesbæ

Matarbúðin Nándin hlaut í vikunni Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn og prýðilegt fordæmi. Urta Islandica stendur að baki versluninni en þau eru með bækistöðvar sínar í Reykjanesbæ. Til stendur að opna álíka verslun í Reykjanesbæ.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti Kolbeini Lárusi Sigurðssyni hjá Matarbúðinni viðurkenninguna í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar.

Matarbúðin Nándin er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett við Austurgötu í Hafnarfirði. Markmið fjölskyldunnar er að skapa sjálfbært matvælakerfi þar sem sett er upp hringrás fyrir gler, ásamt því að selja matvöru í niðurbrjótanlegum og moltuhæfum umbúðum. Fjölskyldan leggur áherslu á að hvetja viðskiptavini og samstarfsaðila til að vinna með sér að plastlausum heimi og um leið að vekja fólk til umhugsunar um áhrif umbúða á náttúruna og framtíðina. „Í því vandasama verkefni að setja upp plastlausa matarbúð, finna og flytja inn umbúðir, þróa ferla og pakka nánast öllum vörum, er það ómetanleg hvatning að fá opinbera viðurkenningu sem þessa“, sagði Kolbeinn Lárus. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að framtak Matarbúðarinnar Nándarinnar sé sannarlega fordæmisgefandi fyrir aðrar matvöruverslanir og framleiðendur.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík