Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Námskeið um uppbyggingu ferðamannastaða; skipulag, hönnun og framkvæmdir

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Byggðaáætlun stendur fyrir námskeiði sem ætlað er þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, þeirra á meðal fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, arkitektum, skipulagsfræðingum og áhugamannafélögum.

Á námsstefnunni er fjallað um þá skipulags- og undirbúningsvinnu sem þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast, meðal annars skráningar fornleifa og menningarminja, leyfisveitingar, öryggismál og fjármögnun verkefna. Einnig segja sérfræðingar frá því hvernig skipulags- og hönnunarferli er frá hugmynd til veruleika með það fyrir augum að innviðauppbygging byggist á fagmennsku og vönduðum undirbúningi svo hún hafi ekki í för með sér röskun á náttúru og menningarminjum. Ný merkingarhandbók verður kynnt og handbók um náttúrustíga. 

Námsstefnan fer fram hjá LBHÍ á Keldnaholti í Reykjavík en jafnframt verður boðið upp á streymi. 

Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vef Endurmenntunar, https://endurmenntun.lbhi.is/framkvaemdir-a-afangastodum/

Námskeiðið er styrkt af flestum stéttarfélögum og eru áhugasamir hvattir til að skoða það. 

Námskeiðið er hluti af námskeiðaröð um skipulag framkvæmda á ferðamannastöðum: Námskeið um endurheimt staðargróðurs og lagfæringar á gróðurskemmdum, námskeið um handverk og efnisnotkun á ferðamannastöðum og námskeið um uppbyggingu og viðhald göngustíga í náttúrunni. Fleiri námskeið verða í boði þegar líða tekur á apríl mánuð.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík