Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Níu milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll

Níu milljónasti farþeginn fór um Keflavíkurflugvöll
Grétar Már Garðarsson, viðskiptastjóri flugfélaga á Keflavíkurflugvelli, Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri viðskipta á Keflavíkurflugvelli, Olive Ho, Chun Liang Li, Ólöf S. Lárusdóttir, verkefnastjóri viðskiptadeildar Keflavíkurflugvallar, og Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia.

Starfsfólk Isavia fagnaði í dag níu milljónasta farþeganum sem fór um Keflavíkurflugvöll í ár. Hann kom til landsins frá Pittsburg í Bandaríkjunum með flugvél Wow Air. Þau heppnu eru Olive Ho frá Hong Kong og Chun Liang Li frá Taívan. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli í morgun en halda síðan áfram för sinni til Kaupmannahafnar.

Þau voru leyst út með gjöfum frá Bláa lóninu og veitingastaðnum Hjá Höllu. Þau voru afar ánægð með móttökurnar við komuna til landsins, sem kom þeim eðlilega mjög á óvart. Oilve Ho segir að hún hafi einu sinni áður komið til Íslands en muni sannarlega gera sér ferð aftur hingað til lands.

Níu milljón farþegar hafa nú það sem af er árinu farið í gegnum Keflavíkurflugvöll og er það í fyrsta sinn sem því takmarki er náð. Þar er samtals um að ræða komu-, brottfarar- og skiptifarþega.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík