Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Óábyrgur fréttaflutningur af sundferð í Brimkatli

Markaðsstofa Reykjaness fordæmir fréttaflutning Stöðvar 2 þar sem sýnt er frá sundferð tveggja manna í Brimkatli rétt utan Grindavíkur. Afar varasamt getur verið að baða sig í sjónum á þessum stað og er alls ekki mælst til að svo sé gert við neinar kringumstæður. Öldurnar við Brimketil geta verið ófyrirsjáanlegar eins sem sjávarstraumar eru þar sérstaklega sterkir í köldu vatninu.

Við gefið tilefni er rétt að ítreka að sundferðir við útfall Reykjanesvirkjunar eru sérstaklega varasamar og ekki mælt með að baða sig þar.

Ef áhugi er fyrir sjósundi eða náttúrusundi á Reykjanesi er rétt að benda á Garðskaga eða Kleifarvatn fyrir þá sem eru vanir köldum böðum. Mælt er með því að fara aldrei einsamall að synda í köldu vatni. Mikilvægt er að kynna sér sjávarföll og hitastig sjávar áður en lagt er af stað. Al­menna regl­an um viðveru sé sú að tím­inn sem menn megi vera ofan í sjón­um sé u.þ.b. tvær mín­út­ur fyr­ir hverja gráðu.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík