Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ógeðslega mikið af fallegum stöðum á Reykjanesinu - Soð á Reykjanesi

Skapari matarmenningarþáttarins Soðs, Kristinn Guðmundsson er sem stendur að vinna sex þátta seríu sem tekin er upp eingöngu á Reykjanesi. Á heimaslóðum mun Kristinn elda þjóðlega rétti af alúð og klaufaskap en með fulltri virðingu fyrir náttúrunni á svæðinu. Hráefnið í réttina verður fyrst og fremst fundið til í héraði. Kristinn sagði í samtali við Markaðsstofu Reykjaness að hann hafi á ferðum sínum lært heilmargt um svæðið sem kom honum á óvart.
 
„Það sem kom mér mest á óvart er hvað það er ógeðslega mikið af fallegum stöðum á Reykjanesinu. Ég til dæmis fór í þjófagil á Þorbirni og varð alveg sleginn, hef aldrei vitað af þessu gili þrátt fyrir að hafa gengið á Þorbjörn mjög svo oft,“ sagði Kristinn.
 
 „Annað sem kom kannski ekkert á óvart en ég er engu að síður hissa á því að þetta skuli ennþá vera svona fáir túristar á Reykjanesinu, hvert sem maður fór maður var nánast alltaf einn og yfirgefinn. Ég hélt mig við þessa aðal staði, Reykjanesvita, Þorbjörn, Snorrastaðatjarnir og bara þvílík fegurð! Skil ekki hvernig við Reyknesingar höfum ekki náð að „selja“ Reykjanesið betur en þetta,“ bætti Kristinn við. Meðfylgjandi er svo smá kitla fyrir þættina sem verða líklega tilbúnir í mars.
 

 

 
 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík