Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Reykjanes hlýtur Jarðarverðlaun

Reykjanesið tilnefnt til úrslita sem einn af bestu sjálfbæru áfangastöðum heims. Úrslitin voru kynnt á ferðakaupstefnunni ITB í Berlín.

Bestu sjálfbærustu áfangastaðir heims voru tilkynntir í dag við hátíðlega athöfn á ferðakaupstefnunni ITB í Berlín. Reykjanesskaginn var þar á meðal 33 annarra topp 100 sjálfbærra tilnefndra svæða um allan heim sem voru valin af dómnefnd þar sem í sátu fulltrúar 12 alþjóðlegra samtaka. Dómnefndin valdi bestu svæðin í eftirfarandi flokkum: Bestu borga, samfélaga og menningar, Best í Náttúru, Bestu við sjávarsíðuna, Jarðarverðlaun (fyrir umhverfi og loftslag) og Besta svæði hverrar heimsálfu.  Reykjanesið var tilnefnt til Jarðarverðlauna (Earth Awards) og hlaut þriðja sæti í þeim flokki.

Árangur á Reykjanesi

Á undanförnum árum hefur mikil vinna verið unnin við stefnumótun og uppbyggingu innviða á hjá stoðstofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum á Reykjanesi. Öll verkefni sveitarfélaganna, Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark eru í þágu byggðaþróunar og hafa sjálfbærni að meginmarkmiði. Viðurkenningin sýnir mikilvægi þess að standa saman og vinna að sameiginlegum framtíðarmarkmiðum í ferðamálum í sátt við samfélagið.

 

Top 10 Sjálfbæru áfangastaðir heims

Í lok athafnarinnar voru topp 10 Sjálfbærustu áfangastaðir heims tilkynnir; þeir áfangastaðir sem hafa skarað framúr sem áfangastaðir leiða aðra áfangastaði í átt að gæðum og sjálfbærni í ferðaþjónustu og sem aðlaðandi áfangastaður. Áfangastaðirnir sem hljóta þessa tilnefningu hafa sýnt fram á árangursríkar leiðir sem aðrir áfangastaðir geta unnið með til að fá samfélagið með í þróun ferðaþjónustunnar og koma í veg fyrir að þolmörkum sé náð í fjölda ferðamanna sem heimsækja svæðið.

Mikilvægi áfangastaða loksins viðurkennd

Sveitarfélög og friðlýst svæði eiga allt undir því að ferðaþjónusta þróist í sjálfbæra átt, en það hefur ekki verið sýnilegt þegar veittar eru viðurkenningar fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu á þessum skala. Með þessari athöfn á ITB í Berlín, sem er ein stærsta ferðakaupstefna í heimi, hefur verið brotið blað.

ITB áhorfendaverðlaun

Auk val dómnefndar var veitt áhorfendaverðlaun fyrir þann áfangastað sem áhorfendur þótti skara framúr. Kosningin fór fram á vefnum meðal þeirra sem sóttu ferðasýninguna.

 

Staður og tími

Palais am Funkturm, ITB Berlin, 7 March 2018, 16:00-17:30h.

Sjá úrslitasætin: http://greendestinations.org/best-of-top100-awards/.

Verðlaunahátíðin er skipulögð af ITB Berlin, Green Destinations, TravelMole’s Vision on Sustainable Tourism, með stuðningi BookDifferent.com, ásamt öllum samstarfsaðilum Top 100.

Tengiliður Green Destinations

Valere Tjolle, TravelMole Vision on Sustainable Tourism

S: +44-7710173005

E: valeretjolle@gmail.com

Tengiliður Visit Reykjanes og Reykjanes UNESCO Global Geopark

Þuríður Halldóra Aradóttir Braun

S: +354-420 3294

E: thura@visitreykjanes.is

W: www.visitreykjanes.is

Um Top 100 teymið hjá Green Destinations

E:   events@greendestinations.org

W: http://greendestinations.org/best-of-top100-awards/

      http://greendestinations.org/2018-top100


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík