Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Er Reykjanesið einn af rómantískustu stöðum í heimi?

USA TODAY tilkynnti nú í vikunni topp 20 staði sem keppa nú um að vera besti óþekkti eða under-the-radar rómantíski staðurinn í heiminum. Reykjanesskaginn er einn af þeim stöðum sem tilnefndur er og keppir um að vera einn af þeim tíu bestu. 

Á síðu USA TODAY er hægt að taka þátt í kosningunni sem stendur yfir í fjórar vikur og líkur henni þann 3. ágúst n.k. Hver og einn getur kosið einu sinni á dag fram að lokadegi kosningarinnar. Sigurvegarar munu verða tilkynntir þann 7. ágúst.

Ýttu hér til að taka þátt í kosningunni.  

Við erum að vonum ánægð með tilnefninguna og hvetjum ykkur til að taka þátt og dreifa boðskapnum.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík