Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Reykjanesviti meðal fallegustu vita heimsins

Lesendur Atlas Obscura hafa valið þá vita heimsins sem þykja hafa hvað mest aðdráttarafl. Meðal þeirra vita sem voru nefndir til sögunnar var Reykjanesviti en hann er eini íslenski vitinn sem kemst á listann sem telur alls 31 vita.

Atlas Obscura leggur áherslu á óvenjuleg og einstök ferðalög þar sem lesendur leggja m.a. til mikið við vinnslu efnis sem birt er á þeirra miðlum. Atlas Obscura er veftímarit sem hefur gefið út bækur sem hafa vermt efstu sæti sölulista New York Times og Amazon.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík