Reykjanes Geopark
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Stórhættulegt að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar og Brimkatli

Talsvert hefur borið á því að fólk sé að baða sig í affalli Reykjanesvirkjunar. HS Orka hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að þetta athæfi sé bæði stranglega bannað og stórhættulegt eins og kemur fram á merkingum sem eru á staðnum. Vatnið sem kemur úr affallinu er alla jafna um 35 gráðu heitt en það er þó stórhættulegt að baða sig í affallinu þar sem að hitinn getur skyndilega aukist í allt að 100 gráður ef að aðstæður í orkuverinu breytast. HS Orka vill því ítreka við alla að það er stranglega bannað að fara ofan í sjóinn við affallið. Þetta er ekki náttúrulaug eins og hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.

Eins hafa baðferðir í Brimketil færst í aukana að undanförnu. Þær geta verið sérstaklega varasamar enda geta öldurnar þar verið ófyrirsjáanlegar eins sem sjávarstraumar eru þar sérstaklega sterkir. 

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík