Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Suðurnesjamenn sáttir á Mid-Atlantic

Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni sem haldin var í 27. sinn um helgina. Kaup­stefn­an er hald­in í Laug­ar­dals­höll­inni á veg­um Icelanda­ir til þess að tengja sam­an kaup­end­ur og selj­end­ur ferðaþjón­ustu í þeim til­gangi að styrkja og auka ferðamanna­straum til Íslands.

Fjölmörg fyrirtæki frá Reykjanesi mættu og kynntu sína starfsemi og en um 240 sýningabásar voru settir upp á sýningunni þar sem hundruðir funda áttu sér stað.

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík