Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

The Retreat í Bláa Lóninu hlýtur ein virtustu hönnunarverðlaun heims

The Retreat í Bláa Lóninu hlýtur ein virtustu hönnunarverðlaun heims
Hönnunarteymið með verðlaunin eftirsóttu.

Basalt Arkitektar, Design Group Italia og Bláa Lónið fengu Best of the Best hönnunarverðlaun Red Dot 2019 sem þykja eina virtustu hönnunarverðlaun heims.

Basalt arkitektar, Design Group Italia og Bláa Lónið hlutu Best of the Best Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir framúrskarandi innanhússhönnun og arkitektúr fyrir The Retreat hótelið við Bláa Lónið. Red Dot verðlaunin eru ein virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun heims.

Fulltrúar Bláa Lónsins, Basalts og Design Group Italia veittu verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Red Dot safninu í Essen á mánudaginn var.

„Hönnun The Retreat at Blue Lagoon er bæði fáguð og hógvær í annars mikilfenglegri náttúru. Hún býr til aðdráttarafl sem byggir á hinum náttúrulega einfaldleika,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar Red Dot. „Þar hefur verið skapað einstakt jafnvægi á milli innanhússhönnunar og náttúru – fágað andrúmsloftið er stutt snjallri litasamsetningu og lýsingu sem gerir upplifunina algjörlega einstaka.“

Red Dot verðlaunin eru sem fyrr segir ein virtustu hönnunarverðlaun heims en Hönnunarmiðstöðin í Nordrhein Westfalen í Essen Þýskalandi hefur afhent þau frá árinu 1955. Best of the Best verðlaunin eru aðeins veitt þeim sem þykja skara fram úr í hönnun. Örfá hönnunarverk, eða um 1,5% innsendra verka, þykja standa undir þeim kröfum sem gerðar eru. Meðal þeirra sem hlotið hafa Best of the Best verðlaunin eru Apple, Bulgari, Ferrari, Lenovo, LG, Philips og Porsche.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, er þakklátur fyrir samstarfið við Basalt og Design Group Italia. „Áralangt samstarf okkar hefur verið mjög gott og gæfuríkt og Red Dot verðlaunin eru mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur. Áhersla á hönnun og upplifun gesta hefur verið leiðarstef okkar allt frá því að uppbygging hófst við Bláa Lónið árið 1998 og ekki síst við uppbygginu The Retreat, sem hófst árið 2014,“ segir Grímur.

The Retreat hefur fengið mikið lof fyrir hönnun, útlit og þjónustu og hlotið á annan tug verðlauna frá opnun í apríl 2018. Meðal verðlauna og viðurkenninga má nefna Time Magazine’s World’s 100 Greatest Places, Surface Travel Awards – Best Spa, Travel + Leisure: It List – Best New Hotels in the World og Hönnunarverðlaun Íslands svo fátt eitt sé nefnt.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík