Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Tvö hótel á Reykjanesi meðal þeirra bestu hjá Tripadvisor

Ferðasíðan vinsæla Tripadvisor birti nýlega lista yfir bestu hótelin á Íslandi árið 2018. Á meðal þeirra tíu bestu eru tvö af Reykjanesi. Annars vegar Hotel Berg í Reykjanesbæ og hins vegar Silica Hotel við Bláa Lónið í Grindavík. Aðeins eru fimm hótel utan höfðurborgarinnar á listanum en um er að ræða flest þekktustu og glæsilegustu hótel landsins.

Sjá listann í heild sinni
 
Vefsíðan Tripadvisor er stærsta ferðasíða heimsins og hefur þar af leiðandi gríðarlegt vægi í ferðageiranum og sérstaklega þegar kemur að gistingu. 455 milljón gestir heimsækja síðuna á mánuði og alls eru rúmlega 700 milljón umsagnir á síðunni sem var stofnuð árið 2000.
 

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík