Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Uppbygging áfangastaða í Reykjanes Geopark

Uppbygging áfangastaða í Reykjanes Geopark
Reykjanesviti séð frá Gunnuhver

Reykjanes Unesco Global Geopark fer fyrir uppbyggingu áfangastaða á Reykjanesi í samstarfi við landeigendur og sveitarfélög á svæðinu.

Helstu framkvæmdir sem unnið hefur veirð að á þessu ári eru bílastæði við Reykjanesvita og Brimketil auk palla við síðarnefnda staðinn og lagfæring vegstæðis að Gunnuhver. Töluverð vinna hefur farið fram við undirbúning þessara framkvæmda enda margir aðilar sem koma að þeim.  

Framkvæmdunum á þessum svæðum er skipt í tvo áfanga. Annars vegar var leitað tilboða í jarðvegsvinnu við bílastæðin og lagfæringu á veginum. Hins vegar er leitað tilboða í framkvæmdir við pallana. Á næstu vikum gætu því orðið truflanir á umferð um þessa staði vegna framkvæmda. Sendar verða út tilkynningar þegar framkvæmdir fara af stað. 

Þá verða kynntar hugmyndir um þjónustuhús við Reykjanesvita á næstu vikum. Sú framkvæmd og reksturinn þar verður í höndum einkaaðila. 

Meðfylgjandi teikning frá Landmótun sem sýnir hvernig bílastæðin við Reykjanesvita eru hugsuð. Í ár verður unnið í fyrsta áfanga. Rétt er að taka fram að ekki er um endanlega teikningu að ræða og gæti hún tekið einhverjum breytingum, t.d. hvað varðar tengingar við göngustíga o.fl. 

Framkvæmdirnar eru fjármagnaðar með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, frá HS Orku og Bláa Lóninu. Auk þess leggur framkvæmdasjóður Reykjanes Geopark til mótframlag en í hann greiða allir aðilar að geoparkinum.

Bílastaæði við Reykjanesvita - teikning

Bílastæði við Reykjanesvita - áfangar


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík