Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Uppfærsla á farangurskerfi Keflavíkurflugvallar

Farþegar mæti þremur tímum fyrr 31. maí-3. júní

Mælst er til þess að farþegar mæti á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum fyrir flug fyrstu þrjá daga júnímánaðar og að kvöldi 31. maí, á meðan unnið er að umbótum á farangursflokkunarkerfi. Tekinn verður í notkun nýr farangursflokkunarsalur og á meðan tengt er á milli núverandi kerfis og hinnar nýju viðbótar verður engin sjálfvirk farangursflokkun heldur þarf að handflokka allan innritunarfarangur. Farþegar eru beðnir um að mæta fyrr til að lágmarka seinkanir á flugi á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Núverandi farangursflokkunarkerfi verður aftengt eftir klukkan 18 hinn 31. maí næstkomandi og gert er ráð fyrir að hið nýja kerfi verði komið í gagnið fyrir morgunflug hinn 4. júní.

Tvöföld flokkunargeta

Hið nýja kerfi hefur rúmlega tvöfalda flokkunargetu á við hið gamla og er nauðsynleg viðbót við núverandi kerfi. Í nýjum sal er auk þess mun betri vinnuaðstaða fyrir starfsfólk og nú verður unnt að þjónusta farangursgáma sem notaðir eru í breiðþotur eins og Icelandair og WOW Air eru að taka í notkun um þessar mundir. Framkvæmdir við nýjan sal hófust í nóvember á síðasta ári, stuttu eftir að flugfélögin höfðu tilkynnt um þá ákvörðun að taka breiðþoturnar í notkun. Nýbyggingin sem hýsir salinn er 3.000 fermetrar að stærð en þar af er nýi salurinn 2.100 fermetrar. 

Frítt í 2:15 rútuna 

Dagana 1.-3. júní, á meðan framkvæmdirnar standa yfir, mun Isavia bjóða farþegum án endurgjalds í fyrstu rúturnar sem leggja af stað frá Reykjavík. Þær leggja af stað klukkan 2:15, annars vegar rúta Kynnisferða frá BSÍ og hins vegar rúta Grayline frá Holtagörðum.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík