Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vest Norden í næstu viku

Ferðakaupstefnan Vest Norden er haldin í næstu viku eða 5. og 6. október í Reykjavík. Að venju tekur markaðsstofan þátt til að kynna Reykjanesið sem áfangastað og þá þjónustu sem er í boði á svæðnu. Jafnframt er ferðakaupendum boðið í kynnisferð um Reykjanesið en hún fer fram 3.-.4. október.

Þó nokkur samstarfsfyrirtæki taka einnig þátt í kaupstefnunni og á Reykjanesið þar góða fulltrúa. Meðal fyrirtækja sem taka þátt að þessu sinni eru; Fjórhjólaævintýri í Grindavík, Eldey Airport Hotel, Geo Hotel Grindavík, Hljómahöll, Reykjanesbær/Duss safnahús, Hótel Keflavík og Diamond Suites, Hópferðir Sævars Baldurssonar/Bus4u, Isavia, Norðurflug, Park Inn by Radison, Veitingastaðurinn Vitinn og Kynnisferðir. 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík