Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Viðburðadagatal Reykjaness

Markaðsstofa Reykjaness vann að gerð viðburðadagatals fyrir Reykjanesið í gegnum áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja í vetur og nú hefur afrakstur þeirrar vinnu litið dagsins ljós. Sjá hér.

Viðburðadagatalið sem var inn á vefnum hefur verið uppfært töluvert. Með því helsta má nefna að:

  • nú getur hver sem er bætt inn viðburðum á vefinn, en hann hann birtist ekki fyrr en hann hefur verið samþykktur af okkur.
  • Ef viðkomandi er með vef hjá Stefnu, þá er hægt að tengja dagatölin/viðburðina þannig að þeir komi sjálfkrafa inn.
  • Nú er hægt að bæta inn myndum og staðsetningu.
  • Búið er að bæta við flokkunum á viðburðum.
  • Birting viðburðanna á síðunni er betri og þægilegri til dreifingar á samfélagsmiðla og til útprentunar.
  • Hægt er að prenta út lista yfir viðburði fyrir hvern dag, viku eða mánuð. Þetta er gert m.a. fyrir þá sem vilja geta haft viðburði sýnilega t.d. við afgreiðsluborð ofl.
  • Viðburði er hægt að setja inn bæði á íslensku og ensku (annað hvort eða bæði). Ef fyllt er út enski hlutinn, þá birtist hann á ensku útgáfu síðunnar www.visitreykjanes.is, og ef viðburðurinn er fylltur út á íslensku þá birtist hann á íslensku útgáfu síðunnar www.visitreykjanes.is/is.

Við hvetjum alla sem telja sig geta nýtt þennan vettvang að kynna sér möguleikana og skrá sína viðburði.  Eins og kemur fram hér að ofan þá geta allir bætt við viðburði inn á síðunni sjálfri en ykkur er velkomið að hafa samband við starfsmenn markaðsstofunnar aðstoða við innsetningu ef þess gerist þörf.

Verkefnið er eitt af átaksverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja 2017 og var unnið af Stefnu og Markaðsstofu Reykjaness fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Verkefnið var útvíkkað í ferlinu þar sem allar markaðsstofur landshlutanna komu að verkefninu og má því finna á öllum landshlutavefjum eins/samræmd dagatöl.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík