Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Will Ferrell og Rachel McAdams rokka á Reykjanesi

Will Ferrell og Rachel McAdams rokka á Reykjanesi
Farrell og McAdams munda hljómborðin við Valahnúk á Reykjanestá.

Reykjanesið leikur aðalhlutverk í nýju myndbandi þar sem Will Ferrell og Rachel McAdams syngja slagarann Volcano Man. Lagið er úr væntanlegri gamanmynd, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem fjallar um Eurovision söngvakeppnina þar sem Farrell leikur íslenskan söngvara sem loks fær tækifæri til þess upplifa drauminn á stóra sviðinu. Tökur fóru fram að miklu leyti hérlendis í fyrra og m.a. á Reykjanesi eins og sjá má en myndbandið er nánast allt tekið upp við Valahnúk út við Reykjanesvita.

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík