Fara í efni

Bretar áhugasamir um græna orku á Reykjanesi

Fiskeldi Matorku við Grindavík - mynd The Guardian.
Fiskeldi Matorku við Grindavík - mynd The Guardian.

Á dögunum birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fjallað er um græna orku á Íslandi. Fyrirtæki á Reykjanesi koma sérstaklega mikið við sögu í greininni þar sem m.a. er fjallað um endurnýtanlega orku, fiskeldi, og hátækni gróðurhús.

Fjallað er um Carbon recycling í Svartsengi þar sem metanól er framleitt með endurvinnslu á koltrísýringsútblæstri og raforku. Nær Grindavík er gróðurhús Bioeffect þar sem vínsindamenn hafa þróað prótín úr byggi. Þannig hafa orðið til húðvörur í hæsta gæðaflokki sem seldar eru um allan heim. Allt saman keyrt á grænni orku úr nágrenninu.

Fiskeldi Matorku við Grindavík er einnig meðal efnis í greininni en jarðhiti frá Reykjanesi er nýttur við starfsemina. Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú ræktar örþörunga sem nýttir eru í fæðubótarefni. Í umfjöllun breska blaðsins er ítarlega greint frá framleiðsluferlinu sem er einkar áhugavert.

Hið einstaka Bláa Lón er að sjálfsögðu nefnt til sögunnar enda brautryðjandi í grænni ferðamennsku á heimsvísu.

Sjá greinina hér

Gagnaverin við Patterson flugvöll eru einnig til umfjöllunar þar sem hentugt loftslagið á Reykjanesi er sagt gera gæfumuninn auk þess hve hagstæður rafmagnskostnaðurinn er.