Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íbúafundur Grindvíkinga í beinni útsendingu á netinu

Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16:00 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við Þorbjörn í túnfæti Grindavíkur. Þar munu vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun munu gera grein fyrir stöðunni auk fulltrúa frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum.  

Fundinum verður streymt beint í gegnum YouTube rás bæjarins sem nálgast má hér. Sömuleiðis verður sýnt frá fundinum beint á Facebook Víkurfrétta. Í lok fundarins verður samantekt á pólsku og ensku.