Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsherferð fyrir íslenskar sjávarafurðir - leitað eftir þátttöku veitingastaða

Ný markaðsherferð fer af stað í sumar sem miðar að því að auka fiskneyslu meðal erlendra ferðamanna.
Mynd: Ása Steinars fyrir Visit Reykjanes
Mynd: Ása Steinars fyrir Visit Reykjanes

Ný markaðsherferð fer af stað í sumar sem miðar að því að auka fiskneyslu meðal erlendra ferðamanna hér á landi. Íslandsstofa fer fyrir verkefninu í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og eru nú að leita eftir samstarfi við veitingastaði á Reykjanesi. 

Kynntu þér verkefnið hér fyrir neðan ↓ 

 

Íslandsstofa óskar eftir samstarfið við veitingahús um land allt við framkvæmd markaðsherferðar sem miðar að því að auka fiskneyslu meðal erlendra ferðamanna hér á landi.

Hugmyndin er að ferðamenn munu sjá margvísleg skilaboð á ferðum sýnum um landið, bæði á samfélagsmiðlum og fleiri auglýsingamiðlum þar sem vakinn er athygli á ferskleika, heilnæmi og sjálfbærni sjávarafurða. Þeir hvattir til að nýta tækifærið til það að borða fisk sem oftast meðan þeir eru hér á landi enda sé það ómissandi hluti af því að ferðast um landið.

Herferðinn er hluti af verkefninu Seafood from Iceland sem rekið er inn á Íslandsstofu. Auk Íslandsstofu er verkefnið fjármagnað af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og yfir 30 fyrirtækjum í útgerð, vinnslu og útflutningi sjávarafurða hér á landi.

Veitingahús sem þiggja þátttöku í verkefninu verða sett inn á rafrænt kort á vef herferðarinnar þar sem ferðamenn geta sótt upplýsingar um næstu veitingahús sem selja Íslenskan fisk hvar sem þeir eru staddir á landinu.

Þátttaka veitingahúsa er þeim að kostnaðarlausu.

Með því að tilkynna þátttöku í verkefninu lýsa veitingahús því jafnframt yfir að þau bjóða uppá Íslenskar sjávarafurðir (aðrar en eildisafurðir) á matseðli frá og með Júní til og með desember 2023. Jafnframt að þau munu leitast við að afla hráefnis (sjávarafurða) í heimabyggð eða í eigin landshluta séu þau í aðstöðu til þess.

Lýsing á verkefninu (pdf)

Veitingahús tilkynna um þátttöku með því að skrá sig hér.

 

Nánari upplýsingar um framkvæmd herferðarinnar, sýnishorn af kynningarefni og upplýsingum um hvernig hægt sé að nýta sér hana frekar verða sendar á þátttakendur í júní.

Frekari upplýsingar veita:

Björgvin Þór Björgvinsson: bjorgvin@islandsstofa.is

Sigurður Valur Sigurðsson: sigurdur@islandsstofa.is