Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tilkynning vegna mögulegs eldgoss á Reykjanesi

Keilir - mynd Þráinn Kolbeinsson
Keilir - mynd Þráinn Kolbeinsson
Þróun á virkninni á Reykjanesi bendir til kvikuhreyfinga og sýni merki sem mælast í aðdraganda eldgosa. Að svo stöddu er ekki unnt að staðfesta að eldgos hefjist og ber að taka þessum atburðum með ró og yfirvegun en fylgjast vel með þróun mála og fylgja fyrirmælum almannavarna í einu og öllu.
 
Við hvetjum alla sem hyggst á útivist og freista þess að skoða eldgos til að fylgja fyrirmælum og vera ekki að fara um svæðið á meðan óvissa er um framhald atburðanna sem eiga sér stað í dag og gefa vísindamönnum okkar tækifæri til að meta aðstæður án frekari truflana.
 
Vakin er athygli á því að miðað við hlýindi undanfarna daga og vikur er jarðvegur víða á þessu svæði afar viðkvæmur fyrir ágangi og getur það skapað óþarfa álag á vistkerfi og óþarfa álag á viðbragðsaðila á svæðinu. Í ljósi þessa hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lokað fyrir umferð að Keili og Fagardalsfjalli.
Fólki mun gefast kostur á að skoða svæðið síðar á öruggan hátt um leið og aðstæður leyfa og verður það tilkynnt sérstaklega.
 
Fylgist með okkur á samfélagsmiðlum þar sem við munum greina frá stöðunni jafnóðum.