Fara í efni

Vestnorden 2021 á Reykjanesi

Skráning fyrirtækja opin til 5. september - nokkur pláss laus! Skráning er hafin á sýninguna og má finna frekari upplýsingar hér: www.vestnorden.com

Skráning fyrirtækja opin til 5. september - nokkur pláss laus!
Skráning er hafin á sýninguna og má finna frekari upplýsingar hér: www.vestnorden.com.

Skráningar á Ferðakaupstefnuna Vestnorden, sem haldin verður í Reykjanesbæ 5.-7. október n.k., hafa gengið vel. Nær uppselt fyrir kaupendur, sem koma frá okkar helstu áherslumörkuðum – BNA, Þýskalandi, Norðurlöndunum og Hollandi en ennþá eru einhver pláss laus fyrir seljendur.

Vestnorden er ein stærsta ferðakaupstefna sem haldin er hér á landi og getur þetta verið góður vettvangur til að koma þínu fyrirtæki eða þjónustu á framfæri og hitta erlenda kaupendur.

Kynntu þér málið eða skráðu fyrirtækið á Vestnorden hér.