Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Viðbragðs- og öryggisáætlanir í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 13.00-14.30 verður boðið til kynningarfundar í Kvikunni í Grindavík um viðbragðs- og öryggisáælanir í ferðaþjónustu.

Miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 13.00-14.30 verður boðið til kynningarfundar í Kvikunni í Grindavík um viðbragðs- og öryggisáælanir í ferðaþjónustu. 

Samkvæmt lögum ber hverjum þeim sem hyggst framkvæma skipulagðar ferðir að hafa öryggisáætlanir fyrir sínar ferðir. En hvað með gististaði og aðra þjónustuaðila. Hvernig bregðumst við við?

Í ljósi aðstæðna sem hafa skapast vegna veðurs og óvissustigs almannavarna á svæðinu, er ekki úr vegi að skoða áætlanir fyrir ferðaþjónustuna. 

Á fundinn fáum við góða gesti sem fara yfir þessi mál með okkur, en það eru þau Rögnvaldur Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Almannavörnum, Jónas Guðmundsson frá Savetravel og Snorri Valsson frá Ferðamálastofu.

Fundurinn er öllum opinn en mikilvægt er að skrá sig hér