Flýtilyklar
Afþreying

Hér fyrir neðan er listi yfir aðila sem bjóða upp á ævintýralega afþreyingu á Reykjanesi.
Fyrir menningartengda afþreyingu má finna úrval safna og sýninga hér
Bátaferðir
Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.
Dagsferðir
Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.
Skoðaðu hvað ferðaþjónustuaðilar á Reykjanesi geta gert fyrir þig.
Dorgveiði
Frá febrúar til aprílloka er hægt að stunda ísdorg.
Það sem helst veiðist er urriði eða bleikja. Nokkrum sinnum á veiðitímabilinu eru haldnar dorgkeppnir, víðsvegar um landið.
Fjórhjóla- og Buggy ferðir
Reykjanesið er fjölbreytt og skemmtilegt yfirferðar hvort sem það er gangandi, á hestbaki eða á vélknúnum ökutækjum. Fjórhjólaferðir eru ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu og buggyferðir eru fyrir alla fjölskylduna.
Fuglaskoðun
Á Íslandi er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.
Hér fyrir neðan má sjá fyrirtæki sem taka að sér fuglaskoðunarferðir.
Einnig höfum við sett saman síðu með öllum helstu fuglaskoðunarstöðum Reykjaness og upplýsingar um þá, hægt er að skoða hana með því að smella hér: Fuglaskoðunarstaðir
Golfvellir
Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um land eru prýðilegir golfvellir, bæði smáir og stórir.
Gönguferðir
Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi.
Heilsurækt og Spa
Heilsurækt og spa á Reykjanesi
Hellaskoðun
Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á eigin spýtur.
Hestaafþreying
Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.
Hjólaferðir
Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.
Hjólaleigur
Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti.
Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.
Hvalaskoðun
Nokkur íslensk fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun.
Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.
Hópefli og hvataferðir
Ísland er frábær vettvangur fyrir hverskonar hópefli.
Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi.
Jeppa- og jöklaferðir
Ýmsir ferðaþjónustuaðilar sérhæfa sig í jeppaferðum af ýmsu tagi.
Jeppaferð upp á jökul með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.
Kajakferðir / Róðrarbretti
Það er skemmtileg upplifun að sigla um á kajak.
Margir aðilar um allt land bjóða upp á slíkar siglingar, bæði á sjó og vötnum.
Köfun & Yfirborðsköfun
Fyrir þá ævintýragjörnu og aðra áhugasama er köfun spennandi kostur.
Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, bæði í ferskvatni og sjó.
Ljósmyndaferðir
Það er geysilega vinsælt að mynda Ísland, enda myndast landið einstaklega vel.
Hægt er að bóka sérstakar ljósmyndaferðir með leiðsögn ljósmyndara sem velur fallega staði til ljósmyndunar og gefur góð ráð.
Lúxusferðir
Fyrir þá sem kjósa að hafa það sérstaklega náðugt er fjölmargt í boði.
Glæsilega gistimöguleika má finna um allt land, matargerð á heimsmælikvarða og heilsulindir sem dekra við viðskiptavininn frá toppi til táar. Einnig er mögulegt að ráða leiðsögumenn og bílstjóra sem sjá um einkaleiðsögn og akstur.
Matarupplifun
Ef þú vilt upplifa eitthvað einstakt á Reykjanesi þá getur matarupplifun verið það sem þú ert að leita að. Hvort sem þú vilt njóta þess innan svæðisins eða taka með þér minningar heim.
Skoðaðu hvað okkar samstarfsaðilar hafa uppá að bjóða.
Norðurljósaskoðun
Norðurljósaferðir eru vinsælar yfir vetrarmánuðina. Reykjanesið hentar vel til slíkra ferða þar sem víða má finna góða útsýnisstaði þar sem lítið er um ljósmengun.
Þó nokkrir aðilar bjóða upp á norðurljósaferðir á svæðinu og veita aðstoð við að finna hinn fullkomna stað til ljósmyndunar.
Náttúrulegir baðstaðir
Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land.
Selaskoðun
Selir eru einstaklega falleg og skemmtileg dýr.
Þeir eru líka sagðir skemmtilega forvitnir. Selaskoðun er því frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna.
Sjóstangaveiði
Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.
Víða um land er hægt að komast í slíkar ferðir.
Skotveiði
Ísland býður upp á ýmsa valkosti fyrir skotveiðifólk.
Þær tegundir sem helst eru veiddar eru hreindýr, vissar tegundir anda og gæsa sem og sjófugl. Ýmist er skotið á afréttum eða eignarlöndum, en einnig niður við ströndu og á sjó.
Stangveiði
Á Íslandi er ógrynni áa og vatna. Tækifæri til stangveiði eru því óþrjótandi.
Sundlaugar
Um land allt er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Á Reykjanesi eru sex sundlaugar og þær eru allar upphitaðar.
Sundlaugarnar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.
Vetrarafþreying
Íslensk náttúra í klakaböndum er stórfengleg.
Heimsókn til Íslands að vetri til getur verið ævintýri líkust. Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. Íslensk jól og áramót eru líka skemmtileg upplifun.
Útsýnisflug og þyrluflug
Fyrir þá sem hafa áhuga á flugi, útsýni eða hvoru tveggja er útsýnisflug með þyrlu eða flugvél stórskemmtilegur valkostur.