Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Reykjanes

Reykjanesskaginn dregur nafn sitt af suðvesturhorni skagans, Reykjanesi.

Reykjanes er hluti af Suðurnesjum sem er mesta þéttbýli Íslands. Um svæðið fara nær allir sem koma eða fara frá landinu. Náttúran er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með tilheyrandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara.

Gosbeltið á Reykjanesskaga er beint framhald Atlantshafshryggjarins sem gengur hér á land. Á skaganum eru fjögur eldstöðvakerfi og verða eldgos þar í goshrinum á um 1000 ára fresti. Hver hrina stendur í 200-350 ár.

Reykjaneskerfið nær frá vestanverðu Reykjanesi að Grindavík í suðri og þaðan norðaustur yfir skagann meðfram Vogum að Kúagerði. Kerfið er um 35 km langt á landi (40-45 kílómetrar með neðansjávarhluta) og 5-15 km breitt, breiðast í suðri. Talið er að kerfið nái 5-10 km til suðverstur á sjávarbotni.

Reykjaneseldar voru síðasta gos í kerfinu og stóðu þeir yfir frá 1210 til 1240. Síðustu gos þar á undan urðu fyrir 1.500-1.800 árum.

Á milli 40 og 50 goseiningar, þ.e. hraun og gosstöðvar, finnast á kerfinu úr nokkrum rek- og goshrinum, auk 14 dyngja eða dyngjuhvirfla. Merktar gönguleiðir liggja að Háleyjabungu og Skálafelli. Við fyrrnefndu dyngjuna má m.a. finna píkrít, fágætt frumstætt basaltafbrigði sem líkist frumbráð, þ.e. kviku sem verður til á miklu dýpi ofarlega í möttli jarðar.

Landið innan kerfisins er frekar sprungið. Í kerfinu eru mörg misgengi, m.a. myndarlegur sigdalur hér við Valahnúk sem og annar sem liggur meðfram Reykjanesbrautinni við Vogastapa.

"Myrkur um miðjan dag"

Veturinn 1226-1227 er nefndur í Sturlungu og sumum annálum "sandvetur" og mikill "fellivetur". Þá gaus í sjó úti fyrir Reykjanesi og var öskufall svo mikið að sumstaðar er sagt hafa verið myrkur um miðjan dag. Fjöldi búfjár á Íslandi féll, m.a. á sagnaritarinn Snorri Sturluson að hafa misst hundrað naut sem hann átti í Svignaskarði í Borgarfirði. Í þessu gosi myndaðist karlinn, 51 metra hár sjódrangur úti fyrir Reykjanesi.

Reykjanes
GPS punktar N63° 49' 5.244" W22° 41' 37.664"
Vegnúmer

44

Reykjanes - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Northern Light Inn
Hótel
 • Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1
 • 240 Grindavík
 • 426-8650
Gistiheimilið Fiskanes
Gistiheimili
 • Hafnargata 17
 • 240 Grindavík
 • 695-8103
Hótel Ásbrú
Hótel
 • Valhallarbraut 761
 • 235 Reykjanesbær
 • 426-5000

Aðrir

Northbound ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Flugvallarbraut 752
 • 235 Reykjanesbær
 • 539-3009
Golfklúbbur Grindavíkur
Golfvellir
 • Húsatóftum
 • 240 Grindavík
 • 426-8720
Eldfjallaferðir
Upplýsingamiðstöðvar
 • Víkurbraut 2
 • 240 Grindavík
 • 426-8822
Damian Wojciechowski
Ferðasali dagsferða
 • Grænásbraut 1221
 • 260 Reykjanesbær
 • 762-6201
destination blue lagoon ehf.
Ferðasali dagsferða
 • Norðurljósavegur 9
 • 240 Grindavík
 • 420-8800
Arctic Horses
Hestaafþreying
 • Hópsheiði 16
 • 240 Grindavík
 • 848-0143
Deluxe Iceland
Ferðaskrifstofur
 • Flugvallarbraut 752
 • 235 Reykjanesbær
 • 490-6006
Salty Tours
Dagsferðir
 • Borgarhraun 1
 • 240 Grindavík
 • 820-5750
Northern Light Inn
Hótel
 • Norðurljósavegur / Northern Lights Road 1
 • 240 Grindavík
 • 426-8650

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík