Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Um Reykjanes Fólkvang

Inniheldur: Kleifarvatn, Sveifluháls, Seltún, Bláa Lónið, Grindavík, ofl.

Hvort sem er farið frá Keflavíkurflugvelli eða höfuðborgarsvæðinu er farið Reykjanesbraut (41) og beygt veg Krýsuvíkurveg (42).

Fyrsta stopp er stærsta stöðuvatn á Reykjanesi og þriðja dýpsta á Íslandi, Kleifarvatn. Það er hægt að kaupa veiðileyfi á N1 Lækjargötu í Hafnarfirði.

Næst er Seltún sem er jarðhitasvæði og því er bergið mjög litríkt. Þar eru göngustígar og salernisaðstaða. Frá Seltúni er kjörið að ganga Ketilstíg um Sveifluháls en sú ganga tekur um 2-3 tíma fram og tilbaka.

Rétt hjá Seltúni er Grænavatn en eins og nafnið gefur til kynna er það grænt að lit vegna samböndu brennisteinstegunda. Síðan er haldið áfram á Suðurstrandavegi (427) í átt að Grindavík

Þar er hægt að stoppa við Drykkjarstein sem er fyrir ofan veginn. Drykkjarsteinn er sérkennilegt grjót með þremur holum í. Fyrir neðan veg nokkra km frá Drykkjarsteini er Festarfjall, sem er hátt eldfjald og á því liggur bergveggur sem er kallaður Festi.

Í Grindavík mælum við með að borða á Salthúsinu en þeir sérhæfa sig í að matreiða þorsk. Þá er tilvalið að fara í fjórhjólaferð um svæðið með ATV, frábær og skemmtileg afþreying þar sem þú getur verið frá einni klst uppí tíu.

Tilvalið er að enda bíltúrinn í Bláa Lóninu í slökun og mælum tvímælalaust með veitingastaðnum Lava.

Vonum að þið hafið það gott á Reykjanesinu og munið að merkja myndirnar ykkar með #Reykjanes

Um Reykjanes Fólkvang
GPS punktar N0° 0' 0.000" W0° 0' 0.000"

Um Reykjanes Fólkvang - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Þín leið ehf.
Ferðaskrifstofur
  • 899-8588
JM Þjónusta ehf.
Dagsferðir
  • 864-0070
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir
Ferðasali dagsferða
  • Holtsgata 48
  • 245 Suðurnesjabær
  • 868-1805
Icelandtaxi.com
Leigubílar
  • 892-0501

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík