Reykjanesbær Hlið að Reykjanesi

Reykjanesbær leggur áherslu á að skapa sterka segla í ferðaþjónustu.

Meðal þeirra eru Víkingaskipið Íslendingur og sýning Smithsonian Vikings - The North Atlantic Saga sem hýst verða í nausti við Fitjarnar í Njarðvík. Sýningin opnar sumarið 2009.
Brú milli heimsálfa - upplifðu hreyfingar meginlandsfleka Evrasíu- og Norður-Ameríku sem ganga á land á Reykjanesi. Brúin er 18 m löng og 6m metra beið og er á því svði þar sem flekaskilin ganga upp á landið en þaðan halda þau áfram norður fyrir land og eru víða sjáanleg.

Fólki gefst kostur á að fara yfir brúna hvenær sem er án gjalds. Hægt er að fá viðurkenningarskjal þess efnis að viðkomandi "hafi gengið á milli heimsálfa" gegn vægu gjaldi á Upplýsingamiðstöð Reykjaness.

Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanes er opin alla daga, allt árið, frá kl. 12:00 - 17:00. Lengri opnunartími er á virkum dögum á sumrin eða 09:00 - 17:00.

Vatnaveröld í Reykjanesbæ - Sundleikjagarður fyrir alla fjölskylduna.
Sunnubraut 31, Sími 421 1500

Opnunartími 7 til 21:00 virka daga, frá 8;00 til 18:00 laugardaga og sunnudaga. Það er frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ!

Skessan í fjallinu flutti til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf.

Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.

Skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur sem skrifað hefur 16 sögur um Siggu og skessuna í fjallinu en sú nýjasta fjallar einmitt um flutninginn til Suðurnesja.

Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu. Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

Þeir sem hafa áhuga á að skoða skessuna og hellinn geta haft samband við Duushús, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 421 3796 eða sent póst á netfangið duushus@reykjanesbaer.is.

Hægt er að senda skessunni bréf á netfangið skessan@reykjanesbaer.is

Virka daga er opnað fyrir hópa á opnunartíma safnsins frá kl. 11 - 17:00 en hellirinn er opinn um helgar frá kl. 13.00 - 17.00

Hafnir eru í Reykjanesbæ eins og Njarðvík og Keflavík. Eins og í flestum þorpum hér skiptast Hafnirnar í hverfi en mest byggð er í Kirkjuvogshverfinu. Kirkjan þar var byggð 1861 af Dannebrogsmanninum Vilhjálmi Kristjáni Hákonarsyni sem var útvegsbóndi í Kirkjuvogi. Rétt hjá, nær sjónum stendur eyðibýlið Kotvogur. Þar bjuggu og miklir útvegsbændur sem voru Katlarnir í 3 ættliði, en Kotvogur var eitt stærsta býli landsins á 19. öld. Bæði Kirkjuvogur og Kotvogur voru mikil útgerðarbýli og á sínum tíma var mesti mannfjöldi á Suðurnesjum í Höfnum.
Sr. Jón Thorarensen var alinn upp í Höfnum hjá frænku sinni Hildi Thorarensen og Katli Ketilssyni, kallaður mið-Ketillinn. Margar sögur skrifaði Jón um lífið í Höfnum. Má þar nefna bækurnar Útnesjamenn og Litla skinnið. Einnig tók Jón saman þjóðsögur bæði af Suðurnesjunum og af landinu öllu og setti á bók, Rauðskinnu.Nýlegur fornleifauppgröftur leiddi í ljós skála sem talinn er vera frá landnámsöld. Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli "Vágs ok Reykjaness," sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Talið er að hér séi kominn skáli sem Herjólfur hafi átt.

keflavik_0511.jpg
Reykjanesbær
GPS punktar N63° 59' 59.754" W22° 32' 59.171"
Póstnúmer

230,231,233,235,260,261

Fólksfjöldi

16347

Reykjanesbær - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Iceland explore Tours ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Hólagata 35
 • 260 Reykjanesbær
 • 699-4613
New Horizons ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Holtsgata 52
 • 260 Reykjanesbær
 • 857-0646
Harpa Ósk Sigurðardóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • Fjörubraut 1225
 • 260 Reykjanesbær
 • 691-7012
Keflavíkurrútan ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Arnarvöllur 4
 • 235 Reykjanesbær
 • 866-2100
Jöklaljós - kertagerð
Handverk og hönnun
 • Grófin 2
 • 230 Reykjanesbær
 • 423-7694, 896-6866
Deluxe Iceland
Ferðaskipuleggjendur
 • Flugvallarbraut 752
 • 235 Reykjanesbær
 • 490-6006
Gallerý 8
Handverk og hönnun
 • Hafnargata 26
 • 230 Reykjanesbær
Ice and Fire Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Aðalgata 17
 • 230 Reykjanesbær
 • 861-6811
Awol
Ferðaskipuleggjendur
 • Keilisbraut 771
 • 235 Reykjanesbær
 • 861-2050
A - Stöðin
Ferðaskipuleggjendur
 • Fitjabakki 1d
 • 260 Reykjanesbær
 • 420-1212, 520-1212
Localguides.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Hraunsvegur 2
 • 260 Reykjanesbær
 • 779-7779
OVO slf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Kirkjubraut 17
 • 260 Reykjanesbær
 • 864 6150
PRIVATETRAVEL
Ferðaskipuleggjendur
 • Hlíðarvegur 52
 • 260 Reykjanesbær
 • 898-5142
Jónbjörn Breiðfjörð Edduson
Ferðaskipuleggjendur
 • Holtsgata 36
 • 260 Reykjanesbær
 • 787-2071
Mýr Íslensk hönnun
Handverk og hönnun
 • Grænásbraut 506, Ásbrú
 • 230 Reykjanesbær
 • 896-5591
Secret North
Ferðaskipuleggjendur
 • Einidalur 14
 • 260 Reykjanesbær
 • 823-5500
Hreyfill Bæjarleiðir
Ferðaskipuleggjendur
 • Hafnargata 8
 • 230 Reykjanesbær
 • 421 4141
DreamVoices ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Guðnýjarbraut 21
 • 260 Reykjanesbær
 • 895-6364
EVER4 slf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Fitjabraut 26
 • 230 Reykjanesbær
 • 847-3118
Svarta Pakkhúsið
Sýningar
 • Hafnargata 2
 • 230 Reykjanesbær
 • 661-6999, 661-7999
Raven design
Handverk og hönnun
 • Grænásbraut 506
 • 260 Reykjanesbær
 • 661-6999
Traveller slf
Ferðaskipuleggjendur
 • Eikardalur 3
 • 260 Reykjanesbær
 • 864-8125
Olgeir Andrésson
Ferðaskipuleggjendur
 • Hraunsvegur 25
 • 260 Reykjanesbær
 • 848-1186

Aðrir

Alex Guesthouse við Keflavíkurflugvöll
Hótel
 • Aðalgata 60
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-2800
Hótel Keilir
Hótel
 • Hafnargata 37
 • 230 Reykjanesbær
 • 420-9800
Gistihús B & B
Gistiheimili
 • Hringbraut 92
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-8989, 867-4434
Gistiheimilið 1X6
Gistiheimili
 • Vesturbraut 3
 • 230 Reykjanesbær
 • 857-1589
Raven´s Bed
Gistiheimili
 • Sjávargata 28
 • 260 Reykjanesbær
 • 7774478, 6808868
A. Bernhard Bed & Breakfast
Heimagisting
 • Vallargata 6
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-2399
Home Guesthouse
Heimagisting
 • Þórsvellir 2
 • 230 Reykjanesbær
 • 897-1827
Bergás Gistiheimili
Gistiheimili
 • Grófin 8
 • 230 Reykjanesbær
 • 865-4236, 421-0088
Airport Hótel Aurora Star
Hótel
 • Blikavöllur 2
 • 235 Reykjanesbær
 • 595-1900
Fit Hostel
Farfuglaheimili og Hostel
 • Fitjabraut 6a
 • 260 Reykjanesbær
 • 421-8889
Blue View bed and breakfast
Heimagisting
 • Klettás 21
 • 260 Reykjanesbær
 • 868-4495
Nordic Guest House Keflavík
Gistiheimili
 • Vesturbraut 10a
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-1933
Litli Hvíti Kastalinn
Gistiheimili
 • Aðalgata 17
 • 230 Reykjanesbær
 • 861-6811

Aðrir

Hlöllabátar
Skyndibiti
 • Hafnargata 12
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-8000
Dunkin' Donuts
Kaffihús
 • Flugstöð Reykjanesbæ
 • 235 Reykjanesbær
 • 431-1110
Ráin
Veitingahús
 • Hafnargata 19a
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-4601
Subway
Skyndibiti
 • Hafnargata 32
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-7756
Domino's Pizza
Heimsending
 • Hafnargötu 86
 • 230 Reykjanesbær
 • 581-2345
Vocal Restaurant
Veitingahús
 • Flughótel, Hafnargata 57
 • 260 Reykjanesbær
 • 421-5222
Thai Keflavík
Veitingahús
 • Hafnargata 39
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-8666
Olís - Þjónustustöð - Quiznos
Kaffihús
 • Básinn - Vatnsnesvegi 16
 • 230 Reykjanesbær
 • 421-3755, 863-3741
Langbest
Veitingahús
 • Keilisbraut 771
 • 235 Reykjanesbær
 • 421-4777
Kaffi Iðnó
Veitingahús
 • Vatnsnesvegur 12
 • 230 Reykjanesbær
 • 420-7000
Dunkin' Donuts
Kaffihús
 • Fitjar
 • 260 Reykjanesbær
 • 513-8046
KFC - Kentucky Fried Chicken
Veitingahús
 • Krossmói 2
 • 260 Reykjanesbær
 • 423-7200, 570-6766
Subway
Skyndibiti
 • Fitjar 2
 • 230 Reykjanesbær
 • 517-7747
Saga og menning
Kirkjan í Innri-Njarðvík
Njarðvíkurkirkja er sóknarkirkja Innri-Njarðvíkur, hún var vígð 18.júlí 1886. Saga kirkjunnar í Innri Njarðvík, nær að minnsta kosti aftir til 14.aldar. Kirkjan hefur verið opin til sýnis frá miðvikud. - sunnudags kl. 13:00 - 17:00 frá júní til 31. ágúst og eftir samkomulagi eftir þann tíma. Upplýsingar hjá sóknarpresti Baldri Rafni Sigurðssyni.
Fyrir börnin
Sundmiðstöðin í Reykjanesbæ / Vatnaveröld

Vatnsleikjagarðurinn Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður fyrir alla fjölskylduna.
Þar er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, vatnið er upphitað og þægilegt.

Velkomin í sund
Það er frítt í sund fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Í Sundmiðstöðinni er 25 metra útilaug og 4 setlaugar og eimbað. Að auki er ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins. Sérklefi til að klæða sig úr og í er boði fyrir þá sem það kjósa.

Opnunartími 6:45 til 20:00 virka daga, frá 8:00 til 18:00 laugardaga og sunnudaga.

Saga og menning
Kirkjuvogur

Fyrrum stórbýli í Höfnum, útkirkjustaður í Grindavíkurprestkalli frá 1907 en var áður alllengi þjónað frá Útskálum. Enn fyrr var Kirkjuvogi þjónað frá Hvalsnesi. Kirkja í Kirkjuvogi var helguð Maríu guðsmóður í kaþólskum sið. Í illviðrinu mikla í ársbyrjum 1799 skemmdist kirkjuhúsið mikið.

Hitt og þetta
Stapi

Hljómahöll

Um aðstöðuna

Lýsing

Hið sögufræga félagsheimili Stapi er stærsti salur Hljómahallar. Þá er salurinn framlengdur með því að opna yfir í Merkines-salinn.

Stærð rýmis

350 m²

Svið

Já 12 m breidd x 9 m dýpt

Gott anddyri

Fjöldi gesta

Leikhúsuppröðun: 400

Veisla: 450

Standandi: 900

Starfsfólk á staðnum

Tækjabúnaður

Tegund Hljóðkerfis

JBL

Tegund Skjávarpa

Hitachi 6000 lumens baklýstur

Stærð sýningartjalds

6m x 5m

Hljóðnemar

Þráðlausir bendlar

Tölva

Þráðlaust internet

Náttúra
Landnámsdýragarður

Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima er opinn á sumrin. Hann gefur börnum færi á að sjá lömb, kiðlinga, endur, kálfa, kanínur, landnámshænur o.fl. Stundum er hægt að fá að gefa dýrunum. Ókeypis aðgangur í sumar.

Hitt og þetta
Ljósanótt

Menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt, verður haldin fyrstu helgina í september. Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum með lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Tónlistin leikur stórt hlutverk á Ljósanótt í rokkbænum Reykjanesbæ og má þar nefna ljósalagið og fjölbreytta tónleika. Fjöldi myndlistarmanna sýna verk sín víðs vegar um bæinn auk þess sem gallerý og vinnustofur listamanna verða opnar. Einnig má nefna götuleikhús, fjölbreytta barnadagskrá, kjötsúpu, púttmót, fornbíla, smábíla, fjölbreytta íþrótta- og tómsstundaviðburði og svo margt fleira. Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga. Sjá nánar á www.ljosanott.is

Saga og menning
Skessan í hellinum

Skessan flutti úr fjallinu sínu til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.

Skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur sem skrifað hefur 16 sögur um Siggu og skessuna í fjallinu en sú nýjasta fjallar einmitt um flutninginn til Suðurnesja.

Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu.

Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

Opnunartími: Alla daga frá kl. 10:00 -17:00 (nema ef veður hamlar opnun yfir vetrartímann t.d. vegna ófærðar að helli).

Frekari upplýsingar eru veittar í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3245. Einnig er hægt að senda póst á netfangið duushus@reykjanesbaer.is.

Hægt er að senda skessunni bréf á netfangið skessan@reykjanesbaer.is.

Nánar um Skessuna á www.skessan.is

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík