Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Útgáfuboð og lokahóf - Afbygging stóriðju í Helguvík

28. apríl kl. 15:00-17:00
Útgáfuboð og lokahóf sýningarinnar Afbygging stóriðju í Helguvík - Libia Castro & Ólafur Ólafsson, fer fram í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 15:00 - 17:00, sunnudaginn 28. apríl 2024.
 
Listasafn Reykjanesbæjar býður öll velkomin á lokahóf og útgáfuboð sýningarinnar, Afbygging stóriðju í Helguvík, sem er verk í vinnslu og unnið í samstarfi og samtali Libiu Castro & Ólafs Ólafssonar við Töfrateymið, Andstæðinga stóriðju í Helguvík, Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands og fyrrverandi framkvæmdarstýru Landverndar, umhverfisverndarsamtökin Landvernd, hagfræðinginn Ásgeir Brynjar Torfason, arkitekinn Arnhildi Pálmadóttur og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist.
 
Léttar veitingar í boði.
Verið innilega velkomin!
 
-----
 
Libia Castro & Ólafur Ólafsson hófu samstarf sitt í Hollandi árið 1997. Þau vinna þverfagleg samvinnuverkefni; með vídeó, ljósmyndun, hljóðskúlptúr og margmiðlunar innsetningar. Libia & Ólafur fóru fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn árið 2011. Þau hafa sýnt verk sín í almannarýmum í ólíkum borgum víða um Evrópu og haldið einkasýningar um heim allan.
 
Jonatan Habib Engqvist er alþjóðlegur sýningarstjóri og höfundur. Frá 2021 hefur hann starfað sem ritstjóri Ord&Bild.
 
Sýningin er styrkt af Safnasjóði. Listamennirnir eru styrktir af Myndlistarsjóði og Myndstef.
 
Afbygging stóriðju í Helguvík stendur til sunnudagsins 28. apríl 2024.

Staðsetning

Duusgata 2-8, Keflavík, Iceland

Sími