Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Reykjaness er áfangastaðastofa landshlutans og er samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á svæðinu um þróun ferðamála og markaðssetningu á áfangastaðnum.  

Hlutverk áfangastaðastofunnar: 

  • Samvinna í ferðamálum í landshlutanum.
  • Þekking og yfirsýn ferðamála landshlutans á einum stað. Fyrsti snertiflötur innan landshlutans í ferðaþjónustu
  • Stuðla að aukinni samhæfingu og stuðningi til að efla ferðaþjónustu og auka atvinnutækifæri
  • Leiðandi afl í markaðssetningu áfangastaðarins og þróun ferðaþjónustu í hverjum landshluta
  • Drifkraftur þróunar ferðamála og samstarfsvettvangur í samræmi við sameiginlega sýn og stefnu á Reykjanesi
  • Farvegur samstarfs til framkvæmda og stuðla að skilvirku innra samstarfi

Verkefni stofunnar eru fjölbreytt og snerta á öllum þáttum ferðamála svæðisins en miða öll að því að gera Reykjanesið að sjálfbærum og áhugaverðum áfangastað til að upplifa og njóta. Helstu verkefni eru listuð upp í valstikunni hér til hliðar og eru þau unnin eftir áherslum úr Áfangastaðaáætlun svæðisins

Fréttir úr ferðaþjónustunni

  • Sigrún Svafa Ólafsdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá Reykjanes jarðvangi tók við styrknum.
Mynd…

    Reykjanes jarðvangur fær styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir stórum sólmyrkvagleraugum

    Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja fór fram í Hljómahöll 21. nóvember, þar sem kynnt voru fjölbreytt verkefni sem stuðla að menningu, nýsköpun og samfélagsþróun á svæðinu. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Reykjanes jarðvangur, sem fékk 2.700.000 kr. til metnaðarfulls verkefnis sem tengist almyrkvanum 2026. Styrkurinn markar mikilvægt skref í undirbúningi fyrir þennan einstaka náttúruviðburð og mun styðja við bæði fræðslu, listsköpun og samfélagslega þátttöku á Suðurnesjum.
  • Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður á World Travel Market 2025

    Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta vettvangi ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Þar var Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður með áherslu á sérstöðu svæðisins, nálægð við flugvöllinn, náttúrutengdar upplifanir og tækifæri sem tengjast almyrkvanum 2026.
  • Grindavík saman í sókn

    Með sterkri samstöðu, framtíðarsýn og trú á eigin samfélag hófst formlega verkefnið Grindavík – Saman í sókn þann 12. nóvember. Á öflugum staðarfundi í Gjánni komu stjórnendur og lykilstarfsmenn frá 21 fyrirtæki saman til að leggja grunn að sameiginlegri vegferð í átt að endurreisn, uppbyggingu og eflingu atvinnulífs í Grindavík.
  • Ný herferð „Meet the Auroras“ - Kynning á vefnum 22. október

    Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Ísland mun líta dagsins ljós í vikunni en myndbandið er hluti af aðgerðum markaðsverkefnisins Ferðaþjónusta til framtíðar sem Íslandsstofa framkvæmir fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu og fjármagnað er af í…