Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Reykjaness er áfangastaðastofa landshlutans og er samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á svæðinu um þróun ferðamála og markaðssetningu á áfangastaðnum.  

Hlutverk áfangastaðastofunnar: 

  • Samvinna í ferðamálum í landshlutanum.
  • Þekking og yfirsýn ferðamála landshlutans á einum stað. Fyrsti snertiflötur innan landshlutans í ferðaþjónustu
  • Stuðla að aukinni samhæfingu og stuðningi til að efla ferðaþjónustu og auka atvinnutækifæri
  • Leiðandi afl í markaðssetningu áfangastaðarins og þróun ferðaþjónustu í hverjum landshluta
  • Drifkraftur þróunar ferðamála og samstarfsvettvangur í samræmi við sameiginlega sýn og stefnu á Reykjanesi
  • Farvegur samstarfs til framkvæmda og stuðla að skilvirku innra samstarfi

Verkefni stofunnar eru fjölbreytt og snerta á öllum þáttum ferðamála svæðisins en miða öll að því að gera Reykjanesið að sjálfbærum og áhugaverðum áfangastað til að upplifa og njóta. Helstu verkefni eru listuð upp í valstikunni hér til hliðar og eru þau unnin eftir áherslum úr Áfangastaðaáætlun svæðisins