Reykjanes jarðvangur fær styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir stórum sólmyrkvagleraugum
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja fór fram í Hljómahöll 21. nóvember, þar sem kynnt voru fjölbreytt verkefni sem stuðla að menningu, nýsköpun og samfélagsþróun á svæðinu. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Reykjanes jarðvangur, sem fékk 2.700.000 kr. til metnaðarfulls verkefnis sem tengist almyrkvanum 2026. Styrkurinn markar mikilvægt skref í undirbúningi fyrir þennan einstaka náttúruviðburð og mun styðja við bæði fræðslu, listsköpun og samfélagslega þátttöku á Suðurnesjum.