Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Handverk og hönnun

Heilmikil gróska er í hverskonar handverki og hönnun um allt land. Úrvalið er afar margbreytilegt og óhætt að segja að sköpunargleði landsmanna sé óþrjótandi. Einstakt handverk og hönnunarvöru má nálgast með ýmsum hætti, meðal annars gegnum handverksmarkaði, sérverslanir eða gegnum vefsíður listamanna.

Kristinsson
Í mörg ár hefur Kristinsson gefið heimilum sjarma af vönduðum innréttingum og húsgögnum úr gegnheilum viði af náttúrunar hendi. Vörurnar hafa verið vinsælar undafarin ár en ofarega á lista eru tré- herindýrin sem fegra hvert heimili. Verslun og vinnustofa Kristinsson eru í fallegu gamaldags húsi sem Kristinsson byggði sjálfur og er staðsett í hjarta Grindavíkur, Stamphólsvegi 1.
VIGT
VIGT er samstarf okkar, móður og þriggja dætra, sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan 2013. Áherslan er einfaldleiki, gæði og réttsýni.   Höfuðstöðvar okkar, vinnustofa og verslun, eru í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík. Húsið hefur sérstaka merkingu fyrir okkur, en afi/tengdapabbi byggði húsið á sínum tíma. Þar keyrðu fiskitrukkar um áður fyrr og létu vigta farminn. Í versluninni fæst öll vörulína VIGT auk ýmissa vara sem okkur finnst fara vel með okkar áherslu og vörulínu.   Áhuginn fyrir sköpun og fallegum hlutum hefur sennilega alltaf verið til staðar hjá okkur öllum. Við höfum lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindin.   Megnið af okkar vörum framleiðum við á verkstæðinu okkar í Grindinni. Við vöndum vel valið á framleiðendum til samastars, hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Markmið okkar er að vinna með fólki sem framleiðir vörur á mannúðlegan hátt og í eins mikilli sátt við umhverfið eins og kostur er.   Innblásturinn sækjum við aðallega í hvor aðra og uppruna okkar og bakgrunn, við.   Tímalaus vörulína, er okkar leiðarljós. Vonum að þið njótið.
Duus Handverk
Duus Handverk er lítil sæt búð sem selur fallega gjafavöru úr gleri og fleira frá 20 listamönnum á Reykjanesinu. Fjölbreyttara úrval af handgerðu verki er erfitt að finna annars staðar á landinu.  Njóttu útsýnisins við Smábátahöfnina í Keflavík og kíktu við í Duus Handverk á Duusgötu 12, þar sem þú gætir fundið þér eitthvað fallegt á góðu verði eða minnisstæða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er. Duus Handverk býður viðskiptavini velkomna með huggulegri stemningu, kaffi á könnuni og litadýrð.
Sossa
Sossa Björnsdóttir er fædd 9. febrúar árið 1954 og uppalin í Keflavík. Hún lærði myndlist í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands, fór í framhaldsnám í listaháskóla í Kaupmannahöfn og lauk svo mastersgráðu við listaháskóla í Boston árið 1993. Hún hefur í áraraðir unnið við list sína og haldið sýningar víða um heim s.s. á alþjóðlega tvíæringnum í Peking í Kína, Koppelman Gallery í Massachusetts, Galleri Sct. Gertrud í Kaupmannahöfn, Mac Gowan Fine Art í Bandaríkjunum, Aalborg Art Association í Danmörku, Galeria de Arte í Portúgal, við listasafn Norrænu ráðherranefndinar, Tvíæringnum í Flórens, Art Apart í Singapore og í Gallerí Fold í Reykjavík. Hún hefur sýnt í Listasafni Reykjanesbæjar, bæði ein og með öðrum, hún hefur haldið sýningar á vinnustofu sinni tvisvar á hverju ári, á Ljósanótt og fyrir jólin og einnig tekið þátt í alls kyns menningaverkefnum í bæjarfélaginu m.a. tónleikaröðinni Heimatónleikar og List án landamæra. Þá tekur hún reglulega á móti fjölda hópa á vinnustofuna sína í Reykjanesbæ þar sem hún sýnir verkin sín og segir frá starfi sínu.  Sossa hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. var hún útnefnd sem Listamaður Reykjanesbæjar árið 1997 og hún fékk Fullbright styrk til að vinna við og kenna myndlist í Seattle árið 2013. Þá er hlaut hún Súluna - Menningarverðlaun Reykjanesbæjar - árið 2018.
Urta Islandica
Urta Islandica er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, hönnun og framleiðslu á gjafa matvöru úr íslenskum jurtum, helstu framleiðsluvörurnar jurtate, jurtasölt, jurtasýróp og sultur.  Urta Islandica hefur sett upp fullkomna framleiðslulínu að Básvegi í Reykjanesbæ. Þar eru framleidd ýmsar tegundir af jurtakryddsöltum, jurtasýrópum og sultum. Þar má einnig finna verslun þar sem hægt er að versla alla vörulínuna ásamt því að líta inn í framleiðsluna. Urta Islandica er viðurkennt Reykjanes UNESCO Global Geopark fyrirtæki.
Víkingaheimar
Víkingaheimar í Reykjanesbæ er glæsilegt sýningahús sem hýsir nú fimm áhugaverðar sýningar þar á meðal víkingaskipið Íslending sem sigldi til Ameríku árið 2000. Húsnæðið er hannað af hinum margverðlaunaða arkitekt Guðmundi Jónssyni. Nútímaleg hönnun þess undirstrikar fegurð Íslendings.Aðgengi að safninu er góður fyrir fólki sem á erfitt með gang eða háð hjólastól/göngugrind.  Gjafavara, ráðstefnu- og móttökusalir fyrir öll tækifæri og útisvæði fyrir víkingahátíðir eru einnig til staðar. Opnunartími er 10 - 16 alla daga og hægt er að bóka morgunmat fyrir stærri hópa.  Sýningar: Örlög guðannaSýning um norræna goðafræði og goðsögur. Gesturinn er leiddur í gegnum þennan forna hugmyndaheim og goð og goðheimar birtast ljóslifandi á myndrænan og nýstárlegan hátt þar sem myndlist, frásögn og tónlist fléttast saman í eina heild. Sýningin er samin og unnin af viðurkenndum íslenskum samtímalistamönnum og norrænufræðingum sem þarna leiða saman hesta sína til að skapa glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf. Víkingar Norður-AtlantshafsinsSýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku. Sýningin var unnin í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. Víkingaskipið ÍslendingurSkipið er nákvæm eftirgerð af Gaukstaða skipinu, níundu aldar víkingaskipi og sigldi árið 2000 yfir Atlantshafið til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Nýja heimsins þúsund árum fyrr. Landnám á ÍslandiMerkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi, nánar tiltekið frá Vogi í Höfnum og Hafurbjarnarstöðum. Söguslóðir á ÍslandiKynning á helstu söguslóðum Íslands unnin í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Rúmlega 30 staðir, söfn, sýningar, minjar, hátíðir, mannvirki og slóðir ákveðinna sagna er kynnt hér. Nánari upplýsingar á www.vikingaheimar.is eða í síma 422-2000.