Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eftirtaldir aðilar bjóða uppá ferðir að gosstöðvum í Geldingadölum eða tengda þjónustu. Viltu skoða gosið úr lofti, ganga með leiðsögn eða leigja þér farartæki til að létta á ferðalaginu? 

Hér fyrir neðan eru aðilar sem bjóða uppá ferðir að og inn á svæðið.

Fjórhjólaævintýri
Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins. Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is   Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr: Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv. Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.
2Go Iceland Travel
Um 2Go Iceland Travel   Ferðaskrifstofa staðsett í Reykjanesbæ með fullt starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Okkar helsta markmið er að kynna og sýna einstaka íslenska náttúru og menningu fyrir ferðamönnum í einkaferðum, litlum hópaferðum og lengri ferðum um landið. Skipuleggjum einnig sérferðir fyrir litla hópa sem vilja fara ótroðnar slóðir.  Við höfum einnig mikla reynslu í skipulagningu lúxusferða og hvataferða þar sem áhersla er lögð á að vinna hlutina öðruvísi. Ísland er einstakt land bæði þegar kemur að náttúrufegurð og menningu. Við viljum að heimurinn kynnist okkar landi og þjóð með því að koma í heimsókn hingað. Það hvetur okkur áfram að gera allar okkar ferðir einstakar.  
Basecamp Iceland
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla. Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/ Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð. www.re.is
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.  Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir. Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 27.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is    Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.

Aðrir (2)

Troll Expeditions Fiskislóð 45G 101 Reykjavík 5195544
Activity Iceland Koparslétta 9 116 Reykjavík 533-6003