Í flestum þéttbýliskjörnum eru barir eða skemmtistaðir sem setja ákveðinn svip á menningu bæjarins.
Hljómahöll
Hljómahöll er menningar- og ráðstefnumiðstöð í Reykjanesbæ. Þar hefur skapst mikilvægur vettvangur fjölskrúðugs mannlífs, ráðstefnuhalds, funda og menningarviðburða í Reykjanesbæ. Hið sögufræga félagsheimili Stapi er hluti af Hljómahöll og þjónar áfram sínu hlutverki eins og áður. Auk þess er nýtt Rokksafn Íslands hluti af Hljómahöll en safnið er mikið aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem vilja kynnast og upplifa popp- og rokksögu Íslands. Í húsi Hljómahallar hefur Tónlistarskóli Reykjanesbæjar einnig fengið nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði. Með tilkomu Hljómahallar er lagður grunnur að auknum atvinnutækifærum í skapandi greinum á Reykjanesi.
Pantaðu salHljómahöll hentar undir viðburði af öllum stærðum og gerðum. Ráðstefnur, fundir, árshátíðir, dansleikir, afmæli, fermingarveislur, erfidrykkjur o.s.frv.
View
Cafe Petite
Cafe Petite er sætur fjársjóður vel falinn á bak við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Skemmtilegur bar og kaffihús þar sem m.a. má finna þrjú pool borð, spil og skákborð. Frábært úrval af bjór og sætir eftirréttir einnig í boði með kaffinu í afslöppuðu umhverfi.
View
Take Off Bistro
Take Off Bistro er nýr huggulegur veitingastaður á Konvin hótelinu á Ásbrú. Lagður er metnaður í einfaldan og vandaðann matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin.
Matseðilinn, tilboð og upplýsingar má finna inn á heimasíðu staðarins og samfélagsmiðlum.
Happy hour er daglega.
Hægt er að bóka borð með því að hafa samband í gegnum miðla staðarins eða á Dineout appinu.
View
Diamond Lounge and Bar
Diamond Lounge & Bar er nýopnaður glæsilegur bar staðsettur í móttöku Hótel Keflavík & Diamond Suites. Við erum með mikið úrval af vínum, viskí, bjór og kokteila auk uppáhalds kaffidrykkjanna þinna. Við bjóðum upp á frábæra persónulega þjónustu og eftirminnilega upplifun í fallegu umhverfi.
Á daginn er boðið upp á frábæra kaffihúsastemningu þar sem kaffidrykkir, litlir forréttir og sætir viðkvæmir eftirréttir eru bornir fram.
Á kvöldin dimmum við ljósin fyrir glæsilegt lúxus andrúmsloft sem er fullkomið fyrir rómantískt stefnumót eða samkomu vina sem vilja njóta.
Diamond Bar býður upp á ævintýralega rétti, eldaða úr fersku úrvalshráefni úr héraði svo þú getur alltaf verið viss um gæðin. Starfsfólkið okkar dekstrar við þig svo þú hafir það notalegt hjá okkur og af barnum afgreiðum við sérvalið vín, úrval kokteila og íslenskan bjór á krana.
Diamond Bar er tilvalinn til að snæða einn, með ástvinum, félögum eða í hóp. Einnig er hægt að panta hjá okkur sal fyrir einkaviðburði og við bjóðum alla velkomna, hótelgesti jafnt sem gesti inn af götunni.
Fyrir frekari upplýsingar, hópseðla eða borða/hópapantanir, vinsamlega sendið tölvupóst á bar@kef.is.
Til okkar er aðeins 5 mín. akstur frá Leifsstöð, 15 mín. frá Bláa Lóninu og 40 mín. frá miðborg Reykjavíkur. Við bjóðum frí bílastæði í vöktuðum stæðum.
View