Garður
Garðurinn er frábær staður til að njóta útivistar hvort sem um er að ræða gönguferðir, berjatýnslu í móunum, golf, sund eða nestisferð í skrúðgarðinn. Skrúðgarðurinn Bræðraborg við Garðbraut er fallegur og litríkur og sannkallaður ævintýrastaður fyrir börn þar sem felustaðir og fjársjóðir leynast í hverju horni. Garðskagi er sannkölluð náttúruperla en þar er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Útsýnið frá Garðskaga er einstakt og fuglalífið sérstaklega fjölbreytt.
View
Grindavík
Grindavík er rótgróinn sjávarútvegsbær á sunnanverðum Reykjanesskaga en í Landnámabók segir frá því að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir hans hafi numið land í Grindavík. Grindavík liggur fyrir opnu úthafinu þar sem brimaldan gengur næstum óbrotin á land. Hafnarskilyrði voru nánast engin frá náttúrunnar hendi. Sjósókn var frá fyrstu tíð erfið og áhættusöm frá Grindavík en þaðan var þó jafnan mikið útræði, meðal annars lengi á vegum Skálholtsstóls. Má enn sjá för í klettum fyrir ofan varirnar þar sem skipin voru sett upp.
Nú er höfnin í Grindavík með betri og öruggari fiskihöfnum landsins sem iðar af lífi allt árið um kring. Það eru fáir staðir á Íslandi þar sem hægt er að fá sjómennskuna jafn beint í æð og í Grindavík. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 og hefur bærinn vaxið og dafnað jafnt og þétt en íbúar í dag eru um 3.100 talsins.
Í Grindavík er allt til alls fyrir ferðamenn, hótel, gistiheimili, nýtt tjaldsvæði,18 holu golfvöllur, sundlaug, Bláa Lónið og mikið úrval hágæða veitingahúsa. Ýmis afþreying er í boði og stórbrotin náttúra Reykjanessins við bæjardyrnar.
Íþrótta- og menningarlíf hefur löngum verið öflugt í Grindavík en Grindvíkingar halda Menningarviku hátíðlega í mars og bæjarhátíð Sjóarinn síkáti um Sjómannadagshelgina er sannkölluð fjölskylduhátíð sem dregur að sér þúsundir gesta ár hvert.
Verið velkomin til Grindavíkur. Við tökum vel á móti ykkur.
View
Reykjanesbær
Reykjanesbær er ungt og kraftmikið samfélag í örum vexti þar sem fjölbreytileikinn fær að njóta sín. Það er staðsett á utanverðum Reykjanesskaganum og innan Reykjanes UNESCO GLOBAL GEOPARK sem er einstakt svæði á heimsvísu.
Hafið og gjöful fiskimið hafa mótað byggð og mannlíf í Reykjanesbæ og þar varð til gróskumikið samfélag sem varð miðja alþjóðlegra áhrifa með komu varnarstöðvar NATO á Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn er í dag einn stærsti vinnustaður landsins og um hann fer fjöldi ferðamanna á hverju ári en segja má að Reykjanesið sé fyrsti og síðasti áfangastaður þeirra sem til landsins koma.
Sveitarfélagið er fjórða stærsta sveitarfélag landsins en þar búa í dag um 20 þúsund manns – og fer fjölgandi.
Kíktu í heimasíðuna Visit Reykjanesbær sem er ferða- og upplýsingavefur Reykjanesbæjar. Þar er einnig að finna viðburðardagatal með áhugaverðum og skemmtilegum viðburðum sem eru á dagskrá á næstunni.
View
Sandgerði
Sandgerðisbær (áður Miðneshreppur) er sveitarfélag á utanverðum Reykjanesskaga. Nær hann yfir alla vesturströnd Miðness (Rosmhvalaness), allt út að Garðskaga.
Miðneshreppur var stofnaður árið 1886 þegar Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt eftir endilöngu nesinu. Hélt hinn hlutinn gamla nafninu áfram en hann náði yfir byggðirnar innan megin á nesinu: Garð, Leiru og Keflavík. Miðneshreppur fékk kaupstaðarréttindi 3. desember 1990 og nefndist upp frá því Sandgerðisbær.
Íbúar í Sandgerði eru rúmlega 1700 og hefur verið nokkur fjölgun síðustu áratugi. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru helstu atvinnuvegir, einnig iðnaður, verslun og þjónusta í frekar smáum stíl. Allgóð höfn er í Sandgerði og hafa viðamiklar hafnarframkvæmdir átt sér þar stað á seinni hluta 20. aldar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er innan bæjarmarka Sandgerðis.
Sandgerði var upphaflega útvegsjörð í betra lagi og bjuggu þar góðbændur, sem aðallega höfðu fiskinn í sjónum að bústofni. Eins og nafnið gefur til kynna er jarðvegur þarna mjög sendinn og ekki vel fallinn til ræktunar. Sandurinn var að miklu leyti heftur með umfangsmikilli ræktun melgresis og hleðslu mikils sjóvarnargarðs á fyrri hluta 20. aldar.
Í Sandgerði er Björgunarsveitin Sigurvon, sem er fyrsta björgunarsveit sem stofnuð var á vegum Slysavarnafélags Íslands. Rekur hún björgunarbátinn Hannes Þ. Hafstein og hefur mörgum verið bjargað úr sjávarháska og komið til aðstoðar vegna slysa eða sjúkdóma á hafi úti með þessum bát.
Sandgerðisbær nær frá Garðskagatá í norðri að Ósabotnum í suðri. Kirkjustaður er á Hvalsnesi, en þar var Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld, (1614 - 1674) fyrst prestur árin 1644 - 1651.
View
Suðurnesjabær
Þann 10. júní 2018 varð sveitarfélagið Suðurnesjabær til eftir sameiningu Sandgerðis og Garðs. Kosið var um þrjár tillögur og voru niðurstöður þær að Suðurnesjabær fékk 75,3% atkvæða, Sveitarfélagið Miðgarðar hlaut 17,1% atkvæða og Heiðarbyggð 6%.Samanlagður íbúafjöldi Suðurnesjabæjar var 3.588 þann 1. janúar 2020 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það gerir sveitarfélagið annað stærsta á Suðurnesjum á eftir Reykjanesbæ. Sandgerði:Sandgerðisbær (áður Miðneshreppur) er sveitarfélag á utanverðum Reykjanesskaga. Nær hann yfir alla vesturströnd Miðness (Rosmhvalaness), allt út að Garðskaga.
Miðneshreppur var stofnaður árið 1886 þegar Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt eftir endilöngu nesinu. Hélt hinn hlutinn gamla nafninu áfram en hann náði yfir byggðirnar innan megin á nesinu: Garð, Leiru og Keflavík. Miðneshreppur fékk kaupstaðarréttindi 3. desember 1990 og nefndist upp frá því Sandgerðisbær.
Íbúar í Sandgerði eru rúmlega 1700 og hefur verið nokkur fjölgun síðustu áratugi. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru helstu atvinnuvegir, einnig iðnaður, verslun og þjónusta í frekar smáum stíl. Allgóð höfn er í Sandgerði og hafa viðamiklar hafnarframkvæmdir átt sér þar stað á seinni hluta 20. aldar. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er innan bæjarmarka Sandgerðis.
Sandgerði var upphaflega útvegsjörð í betra lagi og bjuggu þar góðbændur, sem aðallega höfðu fiskinn í sjónum að bústofni. Eins og nafnið gefur til kynna er jarðvegur þarna mjög sendinn og ekki vel fallinn til ræktunar. Sandurinn var að miklu leyti heftur með umfangsmikilli ræktun melgresis og hleðslu mikils sjóvarnargarðs á fyrri hluta 20. aldar.Garður: Garðurinn er frábær staður til að njóta útivistar hvort sem um er að ræða gönguferðir, berjatýnslu í móunum, golf, sund eða nestisferð í skrúðgarðinn. Skrúðgarðurinn Bræðraborg við Garðbraut er fallegur og litríkur og sannkallaður ævintýrastaður fyrir börn þar sem felustaðir og fjársjóðir leynast í hverju horni. Garðskagi er sannkölluð náttúruperla en þar er góð aðstaða fyrir tjaldbúa, tjaldvagna og húsbíla. Útsýnið frá Garðskaga er einstakt og fuglalífið sérstaklega fjölbreytt.
View
Vogar
Í Sveitarfélaginu Vogum má finna ýmsa þjónustu fyrir ferðamenn, svo sem sundlaug, golfvöll, veitingastaði og gistingu. Auk þess eru í sveitarfélaginu fjöldamargir áhugaverðir staðir til að skoða og skemmtilegar gönguleiðir. Í nágrenni Voga eru nokkrir af skemmtilegustu ferðamannastöðum landsins, svo sem Bláa Lónið, Saltfisksetrið í Grindavík, Byggðasafnið á Garðskaga og Fræðasetrið í Sandgerði. Í Reykjanesbæ má finna mjög fjölbreytta starfsemi á sviði ferðaþjónustu, svo sem menningarmiðstöðina við Duus hús.
View
Hafnir
Hafnir er annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi og tekur nafn sitt af tveimum fyrrum stórbýlum Sandhöfn og Kirkjuhöfn sem nú eru í eyði. Í Höfnum er hægt að finna rústir elstu byggðar á Reykjanesskaga sem eru aldursgreind til 9. aldar. Einnig er hægt að finna akkeri frá draugaskipinu Jamestown sem strandaði við Hafnir með engum um borð árið 1881.
Í dag er fámenn byggð í Höfnum miðað við það sem áður var, en þar var mikil útgerð allt fram til aldamótanna 1900. Síðustu tvo áratugi hafa að jafnaði búið 80-120 manns á svæðinu. Árið 1994 sameinuðust Hafnir, Njarðvík og Keflavík í sveitarfélagið Reykjanesbæ.
Heimildir:
https://ferlir.is/reykjanesbaer-throun-byggdar/
https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/rnb/saga/hafnir
https://is.nat.is/hafnir/
https://reykjanesgeopark.is/is/destination/vogar-i-hofnum/
View