Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykjanesið er fjölbreytt og skemmtilegt yfirferðar hvort sem það er gangandi, á hestbaki eða á vélknúnum ökutækjum. Fjórhjólaferðir eru ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu og buggyferðir eru fyrir alla fjölskylduna. 

Fjórhjólaævintýri
Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindi við náttúru landsins. Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is   Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr: Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv. Auk fjórhjóla bjóðum við uppá ferðir í Buggy og leigum út rafmagnshjól.
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla. Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/ Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð. www.re.is

Aðrir (4)

Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Activity Iceland Koparslétta 9 116 Reykjavík 533-6003
Luxury ATV Borgahella 7E 221 Hafnarfjörður 777-3060