Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mikilvægt er að fylgja fyrirmælum og huga að öryggi í og við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Hér er hægt að finna upplýsingar sem tengjast öryggismálum, loftgæðum og aðgengismálum á svæðinu. 

Lífshættulegt er að stíga út á hraunið. Farið því aldrei út á hraunið.

Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum.

Mikilvægt er að vera í góðum gönguskólm, hlýjum fatnaði, vind- og vatnsheldu ysta lagi þar sem veður getur breyst skyndilega.

Mikilvægt er að fylgjast með gasmyndun og loftgæðum á svæðinu. Gasmengun sést ekki og fylgir ekki endilega gosmekki á svæðinu og getur aukist skyndilega. Sjá www.loftgaedi.is 

Haldið ykkur við hæðir og hryggi, forðist dali og dældir vegna uppsöfnunar á gasi.

Förum ekki með börn (12 ára og yngri) að gosstöðvunum ef hætta er á gasmengun. Ekki er ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Leitum upplýsinga um loftgæði á svæðinu áður en gengið er af stað.

Ekker er mælt með að taka hunda á gossvæðið þar sem flúor og gasmengun fer mjög ílla í þá.

Athugið að nýjar gossprungur geta mögulega opnast með litlum fyrirvara. 

Fylgist með uppfærðum fréttum

Heimild: Lögreglustjórinn, Safetravel.is