Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sjósókn hefur verið mikil frá Reykjanesi í aldanna rás og vegna erfiðra aðstæðna og grinninga umhverfis Reykjanesskagann hafa vitar þjónað mikilvægu hlutverki við að leiða sjómenn rétta leið. Þrettán vita er að finna á Reykjanesskaganum og er hægt að finna upplýsingar um nokkra þeirra hér fyrir neðan. 

Hólmsbergsviti
Hólmsbergsviti, norðan við Keflavík í Reykjanesbæ, var reistur árið 1956 og er einn þriggja vita sem reistir voru á árunum 1956 – 1957 eftir sömu teikningu, en hinr tveir eru í Seley og á Vattarnesi. Vitarnir á Fjallaskaga, í Æðey, á Skarði og Ketilsflesi sem eru eins að stærð og formi, en Axel Sveinsson, verkfræðingur teiknaði þá alla. Vitabyggingin er steynsteyptur, kónískur turn, 9,3 m hár og á hann var sett 3,4 m hátt sænskt ljósahús. Dyrnar eru í djúpu opnu anddydri. Efst á turninum er framstæð þakbrún með steynsteypt handrið, með ferköntuðum opum allt í kring og stendur það á fjórum klossum.
Hópsnes
Tanginn sem þú stendur á nefnist Hópsnes að vestanverðu en Þórkötlustaðanes að austanverðu. Nesið er tveggja kílómetra langt og eins kílómetra breitt. Það myndaðist fyrir um 2800 árum þegar hraun rann til sjávar. Hópsnes/Þórkötlustaðanes myndaðist í gosi úr gígaröð sem kennd er við fellið Sundhnúk og er skammt norðan við byggðina í Grindavík. Hafnarskilyrði í Grindavík eru góð vegna þessa hraunrennslis og lóns (Hópsins) sem varð til við nesið þegar sjór tók að brjóta hraunið og flytja til laust efni. Ef nessins nyti ekki við er erfitt að sjá fyrir sér byggð í Grindavík. Það er því svo að eitt sex byggðalaga á Reykjanesskaga á tilvist sína að þakka gossprungu í eldstöðvakerfi sem enn er virkt. Jarðeldur getur komið upp á þessum slóðum hvenær sem er. Grindavík hefur frá fyrstu tíð verið ein helsta verstöð á Íslandi. Sundhnúkur, þaðan sem hraunið rann er myndaði nesið, hefur leiðarmerki fyrir siglingar inn sundið inn á höfnina. Þegar farið er um nesið má víða sjá flök skipa sem strandað hafa þar og í nágrenninu á 20. öld. Við mörg flakanna eru upplýsingaskilti. Fyrri hluti 20. aldar var blómatími byggðar og útgerðar á nesinu. Þá gerðu margir árabátar og síðar vélbátar út frá Þórkötlustaðanesi. Víða má sjá minjar um byggðina sem nú er horfin, s.s. innsiglingarvörður, fiskbyrgi, íshús, fiskhús, lifrarbræðslu og salthús. Útgerð fluttist á þann stað þar sem nú er Grindavíkurhöfn árið 1939. Þá gróf hópur atorkusamra Grindvíkinga í sundur rifið sem hindraði bátgegnd inn í Hópið. Hópsnesviti var byggður árið 1928. Í dag er nesið er vinsælt til útivistar og liggur um það göngu- og hjólaleið.
Reykjanesviti
Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908.  Rætt var fyrst um að byggja vita á Reykjanesi 1875 en ekki til peningar fyrir því. Stuttu seinna var vitagjald tekið upp til að safna fé til að byggja vita. Öll skip nema fiskiskip við allar hafnir landsins áttu að greiða 15 aura fyrir hverja lest sem úr skipinu væri tekin. Íslendingar ræddu við dani um kosti þess að hafa ljósvita þar sem tryggingafélög vildu ekki ábyrgjast skip sem sigldu til Íslands nema að skipaeigendur greiddu miklu hærri iðgjald. Að enginn skip komu til Íslands var mjög slæmt fyrir íbúana. Loks samþykktu danir að fjármagna ljóshúsið og tækin í ljósið en Íslendingar sæju um bygginguna sjálfa, efniskostnað og launakostnað starfsmanna.  Danskur verkfræðingur Rothe að nafni sá um að hanna bygginguna og skipuleggja verkið. Tafðist verkið af ýmsum ástæðum en 1. desember 1878 var fyrsti ljósviti Íslands formlega vígður á Valahnúk og tekinn í notkun. Það fór ekki betur en svo að hann skemmdist í jarðskjálfta 9 árum síðar og rústirnar sprengdar í apríl 1908.  Fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson og gegndi hann starfinu til 1. ágúst 1884.   
Stafnes
 Höfuðból að fornu.  Þar var um aldir mikið útræði og fjölbýli á staðnum.  Konungútgerð hófst þar um miðja 16. öld og stóð til 1769.  Voru landsetar af konungsjörðum suðvestanlands skyldurgir til að róa á árabátum þaðan fyrir harla lítil laun.  Á 17. og 18. öld var Stafnes fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum.  Básendar eru skammt sunnan við Stafnes.  Nokkru sunnar er Þórshöfn lítið notuð enda Básendar skammt frá.  Mörg skip hafa farist á Stafnesskerjum.  Árið 1928 fórst þar togarinn Jón forseti.  Drukknuðu 15 skipverjar en 10 varð bjargað,  Slys þetta varð ásamt öðrum íkveikjan að stofnun Slysavarnarfélags Íslands. Töluverð selveiði var á Stafnesi fyrr á árum. Stafnesviti var byggður árið 1925 á Stafnesi, milli Hafna og Sandgerðis. Hann er 8 m hár, steinsteyptur ferstrendur turn, 3x3 m að stærð sem stendur á efnismiklum sökkli. Anddyri var byggt við hann árið 1932. Á vitanum er 3 m hátt norskt ljóshús úr járnsteypu. Þrír krosspóstagluggar eru á vitanum, áður fyrr með sex rúðum en fjórum síðar. Efst á turninum er stölluð þakbrún með einföldu handriði úr járni og tréslám sem sett var upp árið 1981. Vitinn var hvítur í upphafi og um hann ofarlega var málað rautt band, en árið 1962 var vitinn málaðir gulur.
Vitarnir á Garðskaga
Fyrstu  heimildir um ljósvita á Garðskaga er frá því 1847, en þá var hlaðin varða til leiðarvísis sjófarendum. Varðan var hlaðin úr grjóti og upp úr henni stóð járnstöng. Í blöðunum frá þeim tíma segir, að í ágústmánuði 1847 hafi komið með póstskipinu smíðuð járnvarða, sem setja eigi upp á Garðskaga, til leiðarvísis skipum sem sigldi inn Faxaflóa. Gert er ráð fyrir, að varðan með grjótstöpli, sem undir hana verði hlaðinn, verði 15 álna há (3,7m). Þetta var leiðarmerki um daga en ekki viti. Árið 1897 var svo byggður ljósviti á Garðskagatá. Það var ferstrengd bygging úr steinsteypu, 12.5 metrar á hæð og 3,25 metrar á hverja hlið. Áfast við hann var varðhús, þar sem vitavörðurinn hélt til um nætur. Umhverfis vitan var pallur, hlaðinn úr höggnu grjóti, um 3 metrar á hæð. Í vitanum voru sett mjög vönduð ljósatæki, sem var olíulampi. Ljósbrjótur magnaði ljósið og sneri lóðaklukka ljósbrjótnum. Hana þurfti að vinda upp á fjögra klukkustunda fresti og því talið nauðsynlegt, að vitavörðurinn dveldist í varðhúsinu um nætur. Á síðari árum þótti ekki hættulaust að dveljast í vitanum þegar mikið brimaði og var þá vitans gætt frá vitavarðahúsinu. Nýr viti var svo byggður á Garðskaga árið 1944 og var ein höfuðástæða þess, að sjór hafði gengið mikið á landið frá því að gamli vitinn var byggður. Nýji vitinn er sívalur turn úr steinsteypu, 28 m. á hæð með ljóshúsi. Garðskagavitin mun vera hæsti viti á landinu, það er að segja, byggingin sjálf. Ljóstæki gamla vitans voru flutt yfir í nýja vitann, en fljótlega kom þó rafljós í stað olíuljóssins, í fyrstu frá vindrafstöð, en síðar frá Sogsvirkjuninni og var ljósmagn vitans aukið um leið. Árið 1961 var vitinn búinn sænskum ljóstækjum og var hann með sömu ljósmerkjum og sá gamli (upplýsingar um ljósmerki). Radiomiðstöð var tekin í notkun á Garðskaga árið 1952 fyrir atbeina Slysavarnafélags Íslands og fjórum árum síðar var sú stöð leyst af hólmi með ljósradiomiðunarstöð, sem er miklu langdrægari og fullkomnari