Sandgerðisdagar
Bæjarhátíðin Sandgerðisdagar er haldin árlega síðustu helgina í ágúst. Aðaláherslan er á að fólk komi saman og skemmti sér á ýmsan hátt og er lögð sérstök áhersla á fjöskylduna. Ýmis konar atriði verða til skemmtunar og er dagskráin þétt setin. Sandgerðisdagar byrja á föstudegi og standa til sunnudags. Mesta vinnu í dagskrána leggja íbúar Sandgerðis sjálfir og er þar af leiðandi mikill hamagangur í öskjunni í vikunni fyrir hátíðina þegar bænum er skipt í 4 litahverfi. Hvert hverfi keppist við að vera með flottustu skreytingarnar. Nýlega var tekið í notkun tjaldstæði í Sandgerði sem er líka sérhannað fyrir húsbíla og hafa einmitt húsbílaeigendur verið stór hluti af gestum Sandgerðisdaga undanfarin ár. Sjá nánar á www.sandgerdi.is
View