Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Einföld og ódýr gisting.

Hentar þeim sem vilja ekki eyða of miklu í gistingu. Farfuglaheimili eru sérstaklega vinsæl hjá yngra fólki sem kýs einfaldan ferðamáta.

Lava Hostel
Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið. Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins. Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September.  Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar. Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu. Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu. Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni. Allir bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði, ef þið eruð ekki að sofa í þeim. Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði. Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu. Það er hægt að nota rafmagn á svæði C með langri snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B. Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðinu. Hvernig kemst ég inn á tjaldsvæðið? Það er frítt Þráðlaust net hjá hliðinu. 1) Bókaðu stæði í gegnum Parka. (smelltu á "Bóka Núna") 2) Hliðið er með bílnúmera skanna og á að opnast sjálfkrafa. Ef það gerist ekki þá skaltu fylgja þessum skrefum: 1) Opnaðu kvittunina sem þú fékkst í gegnum tölvupóstinn.* 2) Smelltu á "skrá mig inn á svæðið" og þaðan getur þú leiðrétt bílnúmerið eða bætt við númer, eftir það á hliðið að geta opnað sjálfkrafa með því að skanna bílnúmerið. 3) Ef það virkar ekki Smelltu þá á "opna hlið". *Þú færð tölvupóst ef bókunin gekk í gegn (gáðu í ruslpóstinn), þú færð 2 tölvupósta. Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.
START Hostel
START er hágæða Hostel á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll.  START býður gestum upp á ýmsa gistimöguleika, 2, 3, 4 manna herbergi og fjölskylduherbergi með sér baði (Hotel-standard), og einstklingsgistingu (Hostel gisting).  Öll gisting er miðuð við uppábúin rúm og morgunverður er innifalinn. Gestir hafa aðgangi að gestaeldhúsi og setustofu, WiFi í öllu húsinu og örbúð fyrir gesti er í gestamóttöku.  Handklæði eru líka innifalinn í gistingunni, kaffi og te eru á boðstólnum 24 tíma sólahrings eins er móttakan opin allan sólahringinn á START.