Samstarfsfyrirtæki
Vertu með – Taktu virkan þátt í þróun og kynningu áfangastaðarins!
Þátttaka ferðaþjónustunnar í starfi Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark skiptir sköpum fyrir allt þróunar- og markaðsstarf á svæðinu. Með því að gerast samstarfsaðili ertu ekki aðeins að auka sýnileika þíns fyrirtækis – þú ert að taka þátt í að móta sjálfbæran og sterkan áfangastað sem býður upp á framúrskarandi upplifun fyrir gesti allt árið um kring.
Sem samstarfsaðili tekur þú þátt í:
- Mótun og þróun ferðamála í landshlutanum
- Markaðssetningu og stefnumótun áfangastaðarins
- Samvinnu um að lengja dvöl gesta og efla hag fyrirtækja og sveitarfélaga
Þú færð m.a.:
- Aðgang að markaðs- og kynningarefni fyrir svæðið
- Aukinn sýnileika á visitreykjanes.is og í kynningum fyrir fjölmiðla og samstarfsaðila
- Tækifæri til að taka þátt í markaðsátökum, blaðamannaferðum og FAM-ferðum
- Möguleika á þátttöku í Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna
Aðilar að Markaðsstofunni eru fyrirtæki með tilskilin rekstrarleyfi sem vilja vinna saman að öflugri framtíð ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Aðildargjaldið er frá 40.000 kr. á ári og fer eftir veltu fyrirtækis – sjá gjaldskrá 2025 hér.
Það er einfalt að skrá sig – fylltu út skráningarformið á heimasíðu okkar, sendu okkur línu á info@visitreykjanes.is eða hringdu í síma 420 3288 og við aðstoðum þig.