Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Útilistaverk og arkitektúr

Verkefnið, markmið og umfang

Með verkefninu er ætlunin að safna á einn stað upplýsingum um þau útilistaverk sem hafa verið sett upp á svæðinu og miðla upplýsingum um þau, uppruna þeirra, hönnun og sögu á einfaldan og skilvirkan hátt. Þá verður jafnframt farið yfir og skoðaðar áhugaverðar byggingar á svæðinu og upplýsingum um arkitektúr og byggingarlistina með það að markmiði að veita gestum og íbúum tækifæri til að kynnast þessum menningarminjum betur. Þessi menningarsaga svæðisins er gestum og íbúum hulin og upplýsingar vandfundnar. En með verkefninu verður hægt að nálgast upplýsingar um verkin og byggingar á einum stað og þannig nýta áfram til að halda sögunni lifandi fyrir komandi kynslóðir. Verkefnið er ekki hefðbundin skráning menningarminja, heldur snýr það að söfnun upplýsinga sem nú þegar liggja fyrir og gera þær aðgengilegar og sýnilegar.

Nýsköpunargildi verkefnisins og nýnæmi á þekkingu í viðkomandi fræðagrein/um

Ekki hefur áður verið unnið að því að vinna sambærilegt efni til kynningar eða framsetningar sérstaklega fyrir ferðaþjónustuna. Með þessu er verið að safna saman og miðla verkum á ákveðinn hátt í gegnum gátt áfangastaðarins sem hluta að aðdráttarafli svæðisins. Til þess að hægt verði að miðla efninu, þarf að aðlaga vef og gagnagrunn ferðaþjónustunnar þannig búa til birtingamynd efnisins á miðlum áfangastaðarins. Ef vel tekst til er hægt að innleiða formið yfir á aðra landshluta með einföldum hætti og þannig bæta miðlun menningarverðmæta sem felast í útilistaverkum og áhugaverðum arkitektúr.

Hagnýtingargildi verkefnisins

Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil fólksfjölgun í öllum sveitarfélögum á svæðinu. Með þessu verkefni færum við menningarsögu svæðisins nær aðkomufólki og nýtum til að auka skilning á sögu svæðisins, hvort sem það tengist sjósókn, jarðhræringum og náttúrunni eða sögu hersetu á landinu. Efnið verður vistað á vef áfangastaðarins visitreykjanes.is en einnig aðgengilegt að hluta inn á tengdum vefsíðum og samfélagsmiðlum.

Aðferðafræði

Kortlagning og greiningarvinna: Nemendur koma til með að vinna að greiningu fyrir svæðið, safna upplýsingum um verkin sem til eru og leita leiða til að finna upplýsingar um útilistaverk sem ekki er aðgengilegt eða hefur glatast. Nemendur þurfa að kortleggja byggingar og áhugaverðan arkitektúr á svæðinu og meta í samráði við ráðgjafa og samstarfsaðila hvaða byggingar verður unnið með.
Viðtöl: Nemendur þurfa að taka viðtöl og leita viðmælenda í efnissöfnun, annars vegar hjá sveitarfélögum og hins vegar einkaaðilum.
Efnisvinnsla: Nemendur þurfa að setja upp og vinna úr söfnuðum upplýsingum í upplýsandi texta fyrir miðla áfangastaðarins.
Myndatökur: Nemendur þurfa að safna myndefni og taka myndir af viðfangsefninu.

Skipulag verkefnis

Hvernig tengist verkefni nemanda viðfangsefnum umsjónarmanns?

Verkefnið tengist áherslum áfangastaðarins um vöruþróun og virðisauka svæðisins. Verið er að safna efni til birtingar og kynningar á svæðinu fyrir gesti og íbúa. Lokaafurð verkefnisins nýtist til markaðssetningar og frekari vöruþróunar fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesi. Jafnframt mun aðferðafræði og ferli söfnunarinnar nýtast öðrum landshlutum sem vilja vinna að samskonar verkefni.

Þáttur námsmanns, lýsið stuttlega hlutverki nema

Nemandi vinnur að söfnun á öllu efni, og efnisvinnslu inn á miðla áfangastaðarins.

Þáttur umsjónarmanns, lýsið stuttlega hlutverki umsjónarmanns

Umsjónarmaður hefur umsjón og ber ábyrgð á verkefninu. Umsjónamaður vinnur með nema að frekari verkefnalýsingu og verkáætlun fyrir verkefnið og er nema innan handar í öllu ferlinu, efnisöflun og tengslamyndun og efnisvinnslu inn á miðla áfangastaðarins.

Verkáætlun (drög)

Nánari verkáætlun verður unnin með nemendum sem koma til með að vinna að verkefninu, maí - ágúst 2023

Tímabil: Vika 0-2

Lýsing: Verkefnalýsing, verkáætlun og gróf kortlagning verka
Hlutverk nema: þátttaka í verkefnalýsingu og verkáætlun. Gróf kortlagning verka og bygginga.
Hlutverk umsjónarmanna: Unnið með nema að skýrari verkefnalýsingu og verkáætlun. Gróf drög að kortlagningu verka og tengiliða lögð fram fyrir nema.

Tímabil: Vika 3-4

Lýsing: Frekari rannsóknarvinna á útilistaverkum og byggingum á Reykjanesi, söfnun upplýsinga.
Hlutverk nema: Heimildaleit og rannsóknarvinna á útilistaverkum og byggingum á svæðinu
Hlutverk umsjónarmanna: Umsjón, ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum.

Tímabil: Vika 5-6

Lýsing: Myndatökur og textaskrif
Hlutverk nema: Myndatökur og textaskrif
Hlutverk umsjónarmanna: Umsjón, ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum

Tímabil: Vika 7-8

Lýsing: Þróun á vefsvæði, innsetningar og þýðingar
Hlutverk nema: Umsjón með þróun á vefsvæði, textavinnsla og innsetning efnis á vef
Hlutverk umsjónarmanna: Umsjón, ráðgjöf og aðstoð.