⚠ Allar upplýsingar um eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli

Eldgosið í Geldingadölum er vinsæll áfangastaður og ein vinsælasta gönguleiðin í dag.
Mikilvægt er að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað og hér ættir þú að geta fundið allar helstu upplýsingar.
Safetravel birtir reglulega uppfærslur um opnunartíma og aðstæður á safetravel.is.

Það eru nokkara gönguleiðir að gosinu sem er hægt að velja úr, hér er hægt að finna upplýsingar um gönguleiðirnar og bílastæði.
Athugið að uppplýsingar hafa verið uppfærðar með tilliti til eldgossins sem hófst þann 3. ágúst. Ennþá er hægt að ganga hefðbundnar leiðir um gosstöðvarnar og skoða hraunið og gýginn frá fyrra gosi, en við höfum bætt við upplýsingum og komum til með að uppfæra áfram ef einhverjar breytingar verða á svæðinu.

Skoðaðu gosstöðvarnar úr lofti með 360 gráðu gagnvirkum yfirlitsmyndum.

Eldgos hófst við Fagradalsfjall í Geldingadölum þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur, og hefur í raun staðið yfir síðan í lok árs 2019.