Fara í efni

Það eru nokkara gönguleiðir að gosinu sem er hægt að velja úr, hér er hægt að finna upplýsingar um gönguleiðirnar og bílastæði.

Leið A er um 3.2 km löng og er hægt að sjá bakhlið gígsins.

Leið B er efriðari yfirferðar en leið A, leiðin er um 3.3 km löng og er hægt að sjá bakhlið gígsins.

Leið C um Langahrygg er 4 km löng sem er hægt að sjá framhlið gígsins.

Leið C í Nátthaga auðveld leið sem er 2 km löng, en gígurinn sjálfur er ekki sýnilegur þaðan.

Áður en lagt er af vinsamlegast kíkið á Safetravel.is fyrir öryggis upplýsingar á gosstað.

Landverðir eru við P1 bílastæðið yfir daginn með upplýsingagjöf. Endilega komið við hjá þeim og fáið upplýsingar um svæðið 

Þarf að borga fyrir bílastæði? 

Allir gestir eru nú beðnir um að borga 1000kr fyrir hvern bíl í gegnum appið Parka eða á parka.is en miðast er við að gjaldið gildi einn sólarhring í senn.

Hægt er að velja á milli tveggja bílastæða, en velja þarf rétta greiðslusíðu eftir hvar þú leggur:

Greiðslusíða P1 bílastæðis: https://www.parka.is/pay/geldingadalir/

Greiðslusíða P2 bílastæðis (Stóri-Leirdalur): https://www.parka.is/pay/volcanoskali/

Samkvæmt parka.is er gjaldið nauðsynlegt til að standa undir þeirri uppbyggingu sem landeigendur eru búnir að ráðast í bæði til að auðvelda fólki aðgengi og tryggja öryggi. Rafrænt myndavélaeftirlit er hafið á svæðinu þar sem teknar eru myndir af númerplötum bílsins. Ef lagt er án þess að greiða fyrir bílastæði þann daginn bætist við innheimtukostnaður og krafa stofnuð á eiganda ökutækis. Krafan fer í raun ekki út fyrr en daginn eftir, þannig að fólk hefur tíma þegar það kemur upp á hótel o.s.frv. til að borga og skrá bílnúmer.

Fyrir frekari fyrirspurnir varðandi bílastæðin, t.d. ef ekki gengur að borga, má senda póst á fagradalshraun@gmail.com (P1 bílastæði) eða gsteins@hi.is (P2 bílastæði).

Áhugaverðir staðir nálægt gosstöðvunum

Bryggjan Grindavík
Bláa lónið
Sundlaugin Grindavík
Fish House Bar and Grill
Kristinsson
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Salthúsið
VIGT
Fjórhjólaævintýri
Hjá Höllu