Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það eru nokkrar gönguleiðir að gossvæðinu sem er hægt að velja úr, hér fyrir neðan er hægt að finna upplýsingar um þær. Einnig er hægt að finna upplýsingar um bílastæðin á svæðinu en greiða þarf gjald fyrir notkun á þeim.

Eldgosasvæðin eru í dag tvö.

  • Annars vegar svæðið við Fagradalsfjall, austan Grindavíkur, þar sem gefur að líta eldgosin frá árinu 2021, 2022 og sumar 2023. Þar hafa verið skilgreindar og kortlagðar gönguleiðir beggja vegna svæðisins. Gönguleiðirnar eru nokkrar og er hægt að byrja göngu bæði frá bílastæði P1 og P2. Hér má finna kort af svæðinu og gönguleiðunum.
  • Hins vegar er svæðið við Sundhnúksgíga. Ekki opið fyrir almenning inn á svæðið og ekki hafa verið skilgreindar gönguleiðir í nágrenni þess. Upplýsingar um opnun gönguleiða verður birt á fréttaveitu visitreykjanes.is þegar að því kemur að svæðið verður opnað.

Fagradalsfjall - Eldgosin, gönguleiðirnar og útsýnisstaðir (2021,2022 og 2023)

Leið A - Fagradalsfjall (bleik) er um 6,3 km löng (aðra leið) að eldgosasvæðinu frá 2021 og 2022 í Meradölum frá bílastæði 1 við upphaf gönguleiðar. Með því að bæta við 3-4 km, þá má komast á útsýnisstað á Litla Hrúti og sjá þar yfir gosstöðvarnar frá eldgosinu í sumar 2023. Samtals um 9-10 km önnur leið.

Leið C - Langahryggur (græn) er 4 km löng sem er hægt að sjá yfir gosstöðvarnar frá 2021 að gamla gígnum í Geldingadölum og eins að gýgnum frá 2022, en í aðeins meiri fjarlægð en frá leið A. Ekki sést í gýginn við Litla Hrút en hægt að sjá í hraunið frá eldgosinu sem rann yfir hraun frá 2022 að hluta inn í Merardölum.

Leið E - Merardalaleið (blá) er tæplega 20 km löng (báðar leiðir) að útsýnisstað að nýja gosinu við Litla-Hrút. Gengið er eftir slóða megnið af leiðinni en undirlag getur verið gróft. Gangan getur tekið um 5 tíma, auk stopps við útsýnissvæði. Þessa leið er einnig þægilegt að hjóla, en síðustu 1-2 km yfir gamla hraunið að útsýnisstað þarf að ganga. Athugið að hættulegt er að ganga á hrauninu.

Aðrar leiðir um gossvæðið

Styttri leiðir í Nátthaga (gular) auðveldar leið að hraunjaðrinum frá gosinu sem var árið 2021. Gangan er um 2 km löng, en gígurinn sjálfur er ekki sýnilegur þaðan.

Áður en lagt er af vinsamlegast kíkið á Safetravel.is fyrir öryggis upplýsingar á gosstað.

Þarf að borga fyrir bílastæði? 

Allir gestir eru nú beðnir um að borga 1000kr fyrir hvern bíl í gegnum appið Parka eða á parka.is en miðast er við að gjaldið gildi einn sólarhring í senn.

Hægt er að velja á milli tveggja bílastæða, en velja þarf rétta greiðslusíðu eftir hvar þú leggur:

Greiðslusíða P1 bílastæðis: https://www.parka.is/pay/geldingadalir/

Greiðslusíða P2 bílastæðis (Stóri-Leirdalur): https://www.parka.is/pay/volcanoskali/

Samkvæmt parka.is er gjaldið nauðsynlegt til að standa undir þeirri uppbyggingu sem landeigendur eru búnir að ráðast í bæði til að auðvelda fólki aðgengi og tryggja öryggi. Rafrænt myndavélaeftirlit er hafið á svæðinu þar sem teknar eru myndir af númerplötum bílsins. Ef lagt er án þess að greiða fyrir bílastæði þann daginn bætist við innheimtukostnaður og krafa stofnuð á eiganda ökutækis. Krafan fer í raun ekki út fyrr en daginn eftir, þannig að fólk hefur tíma þegar það kemur upp á hótel o.s.frv. til að borga og skrá bílnúmer.

Fyrir frekari fyrirspurnir varðandi bílastæðin, t.d. ef ekki gengur að borga, má senda póst á fagradalshraun@gmail.com (P1 bílastæði) eða gsteins@hi.is (P2 bílastæði).

Áhugaverðir staðir nálægt gosstöðvunum

Bryggjan Grindavík
Bláa lónið
Sundlaugin Grindavík
Fish House Bar and Grill
Kristinsson
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Salthúsið
VIGT
Fjórhjólaævintýri
Hjá Höllu