Fara í efni

Eldgos hófst við Fagradalsfjall í Geldingadölum þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur, og hefur í raun staðið yfir síðan í lok árs 2019.

Ljóst var að um 7 km langur kvikugangur milli Keilis og Fagradalsfjalls hafði myndast. Eldgosið hófst þegar kvikugangurinn braut sér leið upp á yfirborðið og síðan þá hefur verið nær stöðugt kvikustreymi, eða um 5-10 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið ber með sér merki að um dyngjugos sé að ræða, og vísbendingar gefa til kynna að frumstæð möttulbráð sé að streyma af miklu dýpi upp á yfirborðið í Geldingadölum. Hversu lengi mun gjósa í Geldingadölum, getur gosið á fleiri stöðum, hvað gerist næst ? Það verður tíminn að leiða í ljós.

Eldgos á Reykjanesskaga eru tíð þó svo að ekki hafi gosið þar í um 800 ár. Síðasta eldsumbrotatímabil stóð í nær 300 ár eða frá landnámsárunum, 950-1240. Enn lengra er síðan gaus við Fagradalsfjall, eða að minnsta kosti 6.000 ár, þá rann hraun sem nefnist Beinavörðuhraun (Heimild: Reykjanes Geopark).

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur tekið saman upplýsingar um hraunflæði og annarskonar upplýsingar um gossvæðið sem hægt er að skoða hér

Einnig er hægt að fylgjast með virknnni á gosstöðvunum við Fagradalsfjall frá veðurstofu íslands hér