Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samgöngur á Reykjanesi

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land.

Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Almenningssamgöngur

Á Reykjanesi eru þrjú strætó- eða leiðakerfi.

  1. Strætó sem gengur milli hverfa í Reykjanesbæ (R1-R3-R4). Hægt er að finna nánari upplýsingar og tímatöflur hér. Athugið að strætóinn gengur ekki á sunnudögum og takmarkað á laugardögum.
  2. Strætó sem gengur mill þéttbýlisstaða á Reykjanesi: Reykjanesbær - Garður - Sandgerði - Vogar and Grindavík (strætó nr. 87, 88 and 89). Sjá tímatöflur hér.
  3. Strætó sem gengur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar með stoppistöðvum á leiðinni. Sjá verð og tímatöflu hér.

Straeto Bus Reykjanes

Strætóleiðir 55, 87, 88 and 89.

Leið 55: Keflavíkurflugvöllur > Reykjanesbær > Keilir (Ásbrú) > Fjörður (Hafnarfjörður) > Reykjavík/Háskóli Íslands
Leið 87: Vogar > Vogaafleggjari
Leið 88: Grindavík > Grindavíkurafleggjari > Reykjanesbær
Leið 89: Reykjanesbær > Garður > Sandgerði

Innanlandsflug

Næsti innanlandsflugvöllur við Reykjanes er í Reykjavík. Tvö flugfélög sinna innalandsflugi þaðan til nokkurra áfangastaða á landsbyggðinni, þ.e. Air Iceland Connect og Flugfélagið Ernir. 

Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma.

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti.

Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Flug til og frá Íslandi

Á Reykjanesi er Keflavíkurflugvöllur staðsettur og því einfalt að bóka flug til og frá Íslandi þeim flugfélögum sem bjóða uppá þá þjónustu. Hér fyrir neðan er listi yfir flugfélögin.