Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðir

Ferðasali dagsferða

Þegar ferðast er um Ísland má ekki gleyma því að það er ekki eingöngu upplifunin af staðnum sem gestir muna eftir, það er einnig ferðalagið þangað.

Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í skipulagningu dagsferða um allt land. Til þess að þú fáir sem mest út úr ferðinni um Reykjanesið mælum við með að skoða hvað skipuleggjendur dagsferða á Reykjanesi hafa uppá að bjóða.

Flest þeirra halda úti aðgengilegum vefsíðum þar sem hægt er að skoða og bóka ferðir. Þú getur nálgast allar upplýsingar um okkar aðila í gegnum hlekkina hér fyrir neðan.

Rútuferðir

Rútur ganga um allt landið.

Sumar leiðir er ekið allan ársins hring, en aðrar eru aðeins opnar yfir sumartímann. Hægt er að nálgast kort sem sýna allar rútu- og strætisvagnaferðir um  landið, meðal annars á upplýsingamiðstöðvum ferðamála.

Lúxusferðir

Fyrir þá sem kjósa að hafa það sérstaklega náðugt er fjölmargt í boði.

Glæsilega gistimöguleika má finna um allt land, matargerð á heimsmælikvarða og heilsulindir sem dekra við viðskiptavininn frá toppi til táar. Einnig er mögulegt að ráða leiðsögumenn og bílstjóra sem sjá um einkaleiðsögn og akstur.

Ferðaskrifstofur

Mikið úrval af ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum er um allt land. 

Gagnlegt getur verið að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum. Hér eru þær sem eru í boði á Reykjanesi.

 

Norðurljósaskoðun

Norðurljósaferðir eru vinsælar yfir vetrarmánuðina. Reykjanesið hentar vel til slíkra ferða þar sem víða má finna góða útsýnisstaði þar sem lítið er um ljósmengun. 

Þó nokkrir aðilar bjóða upp á norðurljósaferðir á svæðinu og veita aðstoð við að finna hinn fullkomna stað til ljósmyndunar. 

Hjólaferðir

Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum, ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.