Fara í efni

Gestastofur

Við flestar stærri og vinsælli náttúruperlur Íslands eru gestastofur.  

Þar er hægt að nálgast upplýsingar og versla minjagripi. Gestastofur eru einnig við ýmis söfn og menningarsetur. 

Aurora Basecamp
Upplifunin í Aurora Basecamp er einstök á heimsvísu. Hún kennir þér allt um norðurljósin og hvernig á að finna þau. Að auki getur þú hitt norðurljósin þar sem við framköllum þau í Norðurljósasúlum þannig að þú getur séð raunvirkni þeirra á hverjum tíma fyrir sig.  Umhverfið innan í Kúlunum og víðernin fyrir utan er afslappað og hannað til að þú getir slakað á og beðið eftir ljósasýningunni. Aurora Basecamp Kúlurnar eru staðsettar á Reykjanesinu, rétt utan við Vellina í Hafnarfirði, í um 20 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík.
KVIKAN - Auðlinda- og menningarhús
Á efri hæð hússins er sýningin „Saltfiskur í sögu þjóðar“. Sýningin ætti að geta að vera forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sé mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.  Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina. Sýningar textar eru bæði á íslensku og ensku.   Opnunartími                   15. maí – 31. ágúst        alla daga kl. 11-17 1. September - 14. maí  alla daga nema sunnudaga kl 11-17 Aðgangur er ókeypis Einnig hægt að taka á móti hópum utan afgreiðslutíma eftir samkomulagi.
Gestastofa Reykjanes Geopark
Gestastofa Reykjanes jarðvangsins er í Duus safnahúsum í Reykjanesbæ. Í gestastofunni er glæsileg sýning um jarðfræði á Reykjanesinu bæði í máli og myndum þar sem útskýrt er hvernig landið mótast og veðrast. Frábær viðkomustaður á ferðalaginu um Reykjanesið.  Opnunartími gestastofunnar miðast við opnunartíma Duus safnahúsa, en upplýsingar um það má finna inn á vef þeirra, www.duusmuseum.is. 
Náttúrustofa Suðvesturlands
Náttúrustofa Suðvesturlands var stofnuð árið 2000 og er ein af átta náttúrustofum landsins. Hún er staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Umdæmi stofunnar nær frá Hvalfjarðarbotni, um Þingvallavatn, niður Sogið og til ósa Ölfusár. Stofnunin stundar náttúrufarsrannsóknir og vöktun af ýmsu tagi og ber þar helst að nefna vistfræði sjávarhryggleysingja, framandi tegundir við Ísland, rannsóknir á vistfræði fugla og vöktun og kortlagning strandsvæða. Náttúrustofan tekur einnig þátt í kennslu á öllum námsstigum. Náttúrustofa Suðvesturlands er önnur af rannsóknarstoðum Þekkingarseturs Suðurnesja ásamt Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Þessar þrjár stofnanir deila rannsóknar- og tilraunarými að Garðvegi 1 og vinna jafnframt sameiginlega að mörgum rannsóknum.
Duus Safnahús - Menningar- og listamiðstöð
Duus Safnahús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar þar sem fjölbreytt sýningarhald og menningarstarfsemi fer fram allan ársins hring. Þar eru sýningarsalir Listasafns Reyjanesbæjar og Byggðasafns Reykjanesbæjar en söfnin opna reglulega nýjar og spennandi sýningar á hverju ári. Í húsunum má einnig finna Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Gestastofu Reykjaness jarðvangs og Bátaflota Gríms Karlssonar þar sem sjá má yfir 100 bátalíkön smíðuð af skipstjóranum Grími Karlssyni. Húsin eru opin alla daga frá 12-17.