Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Náttúra

Brimketill
Reykjanes

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara. Reykjanes er þar sem Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó. Hér er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur. Hér fyrir neðan er listi af nokkrum áhugaverðum náttúrufyrirbærum. 

Reykjanestá
Reykjanes Geopark

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi í september 2015. Reykjanes Geopark er annað svæðið á Íslandi til að hljóta þessa vottun er Katla Geopark hlaut hana árið 2011. Reykjanes Geopark er jafnframt 66. svæðið í Evrópu sem hlýtur þessa vottun. Í lok árs 2015 var alþjóðlega prógramm geoparka samþykkt sem 3ðja áætlun Unesco og er því Reykjanes Geopark hluti af því.

Enska orðið geopark eða geo er komið af orðinu Gaia, sem er ein af grísku guðunum og þýðir móðir jörð.

Reykjanes Geopark logo

Hvað er merkilegt við Reykjanes?

Mið-Atlantshafhryggurinn gengur á land yst á Reykjanesskaganum og liggur gegnum landið frá suðvestri til norðausturs. Jarðsaga Reykjanesskagans er nokkuð vel þekkt og má rekja hana nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann. Flest jarðlög á svæðinu eru yngri en 100 þúsund ára. Á þessum tíma hefur loftslag verið breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu og er þá talað um jökulskeið, en á milli var hlýrra loftslag líkt og nú, og er þá talað um hlýskeið. Á jökulskeiðunum áttu sér stað gos undir jökli. Þegar jökullinn hopaði stóðu eftir móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun frá gosstöðvum undan halla, oft til sjávar.Reykjanes er á flekaskilum, þ.e. hluti Reykjanesskagans tilheyrir Evrasíuflekanum á meðan hinn hlutinn tilheyrir Norður Ameríkuflekanum.

Talið er að um tólf hraun hafi runnið á Reykjanesi frá því að land byggðist á 9. öld eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraun sem rennur á Reykjanesi er aðallega sprungugos, þ.e. mikið magn hrauns kemur upp úr gígum á sprungum en lítið af ösku.

Af hverju Geopark?

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreyfanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes jarðvangi er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar tegundir elstöðva sem gosið hafa á Íslandi, m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er nú vottaður sem Global UNESCO GeoparkEuropean Geoparks Network logo

Reykjanes Geopark hefur listað upp 55 staði sem tengjast flekaskilunum og sögu Reykjanesskagans og eru merktir sérstaklega sem "geosites" eða áhugaverðir staðir innan Reykjanes Geopark.

Frekari upplýsingar um Reykjanes Geopark er hægt að finna inn á heimasíðu hans: www.reykjanesgeopark.is.

Áhugaverð svæði í Geopark

Innan Reykjanes Geopark eru skilgreindir 55 áhugaverðir jarðminjastaðir (e. geosites). Þessi svæði þykja áhugaverð vegna jarðsögu, náttúrufars eða menningarsögu og gegna lykilhlutverki í því að segja sögu svæðisins.

Reykjanesfólkvangur